Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 17
KIRKJURITIÐ 447 Mér fannst kirkjan lyftast og ég vera í himneskum helgidómi. Eg kom heim úr kirkjunni, og hin fátæklegu heimkynni voru orðin að uppljómaðri töfrahöll. Þá sá ég í sannleika fegurð jólanna. Ég blessa minningar um bernsku- og æskudaga og man marg- ar stundir, er æskan var rík af fögnuði og lundin var létt. Frá þeim tímum geymi ég einnig margar minningar, sem eru tengd- ar við gömlu kirkjuna. Ég var ungur að árum, er ég vígðist Prestur til starfs á þessum stað, og oft hugsa ég um byrjunar- dagana í heilögu starfi. Þá var mér eðlilegt að horfa á hið bjarta °g hátíðlega, þá var jólagleðin svo nálæg huga mínum, páska- birtan og hinn helgi Drottins dagur, er bænin mætir náðinni °g eðlilegt er að segja: „Syngjum Drottni nýjan söng.“ Ég heilsaði fagnandi hinum björtu stundum. Ég hafði ekki þá, eins og síðar, veitt nógu mikla eftirtekt þessari setningu guðspjallsins: ,.Vér höfurn setiö í dlla nótt og ekki orðið varir.“ Ég sá þetta seinna. Ég hef svo oft á liðnum árum heyrt þetta andvarp. Sorg og gleði saman fara. Vér hugsum um björtu stundirnar, en gleymum ekki þeim dögum, er sagt var: „Nú reikar harmur í húsum og hryggð á þjóðbrautum." Hvernig var haustið 1918? Þá var oft dapurt um að litast hér í bæ og hér í þessu húsi. Þá var klukkum hringt myrkranna ^illi, er spanska veikin geisaði. Þá voru sorgarathafnir hér frá ^aorgni til kvölds. Alla daga voru fánar í hálfa stöng. En einn dagur var þó undan skilinn. Það var 1. desember 1918, er þjóð- frfáninn var á frelsisdegi dreginn að hún. Þá var hátíð haldin 1 hinu daprasta skammdegi, og bænin í hjörtum margra: „Burt, dirnma, fljótt, burt, dauðans nótt, Kom dagur lífs hinn mikli, skjótt.“ Aldrei mun ég gleyma deginum 10. marz 1925. Þá var sorgar- siund í Guðs húsi. Ég minntist þá 67 dugmikilla sjómanna, er iátið höfðu lífið í starfi sínu, sem unnið var heimilum og þjóð tu heilla. En hvernig voru dagarnir á undan þessari stund? mánaðartíma barátta milli vonar og ótta. Ég þekkti fólkið, Sem bjó í sorgarranni. Þangað átti ég mörg erfið spor. En hvað er þá að segja um þá, sem fengu heimsókn sorgarinnar? Þá skildi ég orðin, sem vér í dag heyrðum í guðspjallinu: „Vér höfum setið í alla nótt.“ Þá sagði móðirin við mig: „Ég hef vakað í alla nótt.“ Þá sagði eiginkonan: „Ég hef grátið í alla

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.