Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 42
472 KIRK JURITIÐ og eldmóði, hvar sem hún gekk að verki. Sönglíf var óvenju mikið í flokknum, og var það hennar verk. Því miður var eng- in íslenzk stúlka í þessum vinnubúðum, en tveir íslenzkir náms- menn, Bernharður Guðmundsson guðfræðinemi og Kolbeinn Þor- leifsson kennaranemi, voru þátttakendur allan tímann. Verður þeim sem og hinum erlendu þátttakendum seint fullþökkuð sú fórnfýsi, sem þeir sýndu. Hafa ýmsir haft orð á því, að til of mikils sé ætlazt af ungu fólki, sem er að leggja grundvöll að framtíð sinni, að það vinni kauplaust mánaðartíma í vinnubúð- um. En það er samróma álit hinna ungu þátttakenda, að hlut- deild í lifandi samfélagi kristinna manna, þátttaka í reglu- bundnu andaktslífi og fórnfúsu starfi í vinnubúðunum sé þeim dýrmæt, já, ómetanleg reynsla, sem þeir vildu ekki missa af. Guð gefi, að kristin æska á íslandi megi vera fús að leggja mikið á sig fyrir málefni Drottins í vinnubúðum á komandi ár- um, svo að sú grein hins kristilega starfs mætti bera ríkulegon ávöxt á landi voru. Magnús Guömundsson, Setbergi. Fagur skilningur. Þegar Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti varð bráðkvaddur 12. apríl 1945, var Harry S. Truman, þáverandi varaforseti, að sjálf- sögðu óðara kvaddur til Hvíta hússins. Þegar þangað kom, gekk frú Eleanore Roosevelt, ekkja hins látna forseta, til móts við hann og lagði höndina á öxl hans. Segist honum síðan frá framhaldinu á þessa leið: „Harry!“ mælti hún lágum rómi, „forsetinn er látinn.“ Ég gat sem snöggvast engu orði upp komið. Loks spurði ég: „Er nokkuð, sem ég get fyrir þig gert?“ „Er nokkuð, sem viö getum fyrir þig gert?“ spurði hún á móti, „þvi að nú ert það þú, sem ert í vandanum."

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.