Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 32
462 KIRKJURITIÐ sem bærust, og undirbúa málið til frekari meðferðar á næsta Kirkjuþingi, á þeim grundvelli, sem þá væri fenginn. Nefndin vill þó ekki á þessu stigi málsins gera neina tillögu um val kjörmanna, hverjir þeir eru og fjölda þeirra, ef að slíkri skipan yrði horfið, fyrr en könnuð hefur verið betur afstaða safnaðanna til þessa atriðis, en 1 þessu sambandi yrði m. a. að taka afstöðu til þess, hvort fela skuli sóknarnefndarmönnum val presta, og fjölga þá ef til vill í sóknarnefndunum, eða hvort velja skuli þann kostinn, að sérstakir kjörmenn kjósi prestinn. Þá vill nefndin einnig vekja athygli á þeim möguleika, að áfram haldist sú skipan, sem nú er í gildi, en að við hlið hennar verði tekin upp sú regla um veitingu prestsembætta, sem um ræðir í 6.—9. gr. þeirrar ályktunar, er nefndin mælir með að gerð verði um þetta mál. Nefndarmenn hafa, þrátt fyrir tillögur þær, sem hér eru sett- ar fram, óbundnar hendur um málið á síðara stigi þess. Ályktun um að bera undir álit héraðsfunda tillögur um veitingu prestsembætta. Kirkjuþing ályktar að leggja til við kirkjustjórnina, að leitað verði álits héraðsfunda um tillögur þær, sem felast í eftirfar- andi uppkasti að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 32 frá 1915 um veitingu prestakalla, sem lagt hefur verið fyrir kirkjuþingið og er nú í því horfi sem hér segir: I. KAFLI. Veiting prestsembœtta samkvœmt kosningu í söfnuöunum. 1. gr. Þegar prestakall losnar og nýr prestur er eigi kallaður til embættisins, sbr. 5. gr., auglýsir biskup kallið með hæfilegum umsóknarfresti. 2. gr. Þá er umsóknarfrestur er á enda, sendir biskup prófasti og sóknarnefndum prestakallsins skrá yfir þá, sem sótt hafa, ásamt skýrslu um aldur þeirra, náms- og embættisferil og störf. Jafn' framt felur hann héraðsprófasti að kveðja kjörmenn presta- kallsins saman á fund innan tiltekins tíma til viðræðna um ráð- stöfun embættisins. Á þessum fundi skulu umsóknir og um- sagnir biskups liggja frammi til athugunar. Prófastur stýru

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.