Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1960, Qupperneq 11

Kirkjuritið - 01.12.1960, Qupperneq 11
KIRKJURITIÐ 441 vissulega verða himnaríki á jörð, ef hugir manna hrærðust af kærleika, treystu forsjón Guðs og snerust um sannleikann. A hverju ári koma jólin og setja svip sinn á borg og byggð. Snöggvast verðum vér snortin af kærleika Krists, hugarfarið mildast, fegurð og friður jólanna tekur sér bólfestu í huganum eins og dýrlegt ævintýr, sem þó hverfur von bráðar aftur fyrir gráum hversdagsleikanum. Allir elska þessa hátíð eins og sól- skinsblett í skammdegissortanum. En ef vér gerðum oss far um að lifa í náðinni og sannleik- anum, sem kom fyrir Jesúm Krist, eí vér legðum stund á að lifa í samræmi við kenningar hans, þá yrði þessi hátíð ekki framar aðeins sólskinsblettur, sem kemur og fer. Hún mundi breiða ljóma sinn yfir allt árið, inn í hugskot vor og um alla tilveru. vora. Megi guð gefa oss svo mikla og gleðilega jólahátíð. Benjamín Kristjánsson. Ö, friðlaus hugur — Ó, friðlaus hugur, fljúg ei meir, þú finnur aldrei ró, þótt leitir fjærstu landa til og lengst um allan sjó. Þótt fjarstu stjarna flygir til, þú fengir ekki var, við hjarta Guðs er hæli þitt og hvergi nema þar. Ó, fel þig innst í faðmi Guðs og flý svo heimsins þröng, þá myrkrið snýst í morgunljós og mæðan upp í söng. Gunnar Árnason.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.