Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1960, Qupperneq 38

Kirkjuritið - 01.12.1960, Qupperneq 38
468 KIRKJURITIÐ Flutt af biskupi og séra Jóni Auðuns dómprófasti. „Kirkjuþing ályktar að leggja til við hið háa Alþingi, að fyrstu grein laga nr. 24, 17. marz 1954, verði breytt þann- ig, að hámark sóknargjalds verði ákveðið eigi lægra en kr. 100,00.“ Samþykkt samhljóða. XII. Þingsályktun, flutt af 9 þingmönnum, um meðferð mála, sem Kirkjuþing hefur afgreitt, var afgreidd að tillögu alls- herjarnefndar með svofelldri rökstuddri dagskrá, er sam- þykkt var samhljóða: „Með því að fram hafa komið fullnægjandi upplýsingar um meðferð þeirra mála, sem afgreidd voru á síðasta Kirkjuþingi, og með tilliti til þess, að framvegis verði sú regla viðhöfð, að forseti kirkjuráðs geri Kirkjuþingi þegar i byrjun þinghalds grein fyrir gangi mála milli þinga, telur Kirkjuþing ekki ástæðu til sérstakrar samþykktar í þessu efni og tekur fyrir næsta mál á dagskrá." St j órnaríundur Kirknasambands Norðurlanda 1960. Fundurinn var haldinn í Sigtúnum dagana 23.—24. september, og sátu hann auk undirritaðs þessir stjórnarnefndarmenn: Frá Danmörku: Gunnar Sparring-Petersen prófastur. Frá Finnlandi: Nikolainen prófessor og O. Rosenquist biskup- Frá Svíþjóð: Manfred Björkquist biskup, Nils Karlström dóm- prófastur og Arvid Stenström ritari Sænska trúboðsins. Frá Noregi var enginn fulltrúi, því miður, og minni þátttaka þaðan í félagsstarfinu síðastliðið ár heldur en áður. Framkvæmdastjóri Ekumenisku stofnunarinnar í Sigtúnum, dr. Harry Johannsson, annaðist að mestu undirbúning fundarins og tók sem fyrr mikinn þátt í störfum hans. Bauð hann fundar- mönnum til veizlu á heimili sínu fyrri fundardaginn og fluttu

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.