Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 12
Jólanótt í Reykjavík. Fyrir jólin hafa allir nóg að gera, bæði í sveitum og kaup- stöðum, en hvergi virðast menn þó hafa meira að gera en i sjálfum höfuðstað landsins, Reykjavík. Strax með aðventunni er farið að minna á jólin. Jólaskreyt- ingar eru settar upp í búðargluggana og kaupsýslumenn spara ekki að minna á jólavarning sinn. Þegar í byrjun desember eru settar upp íburðarmiklar jólaskreytingar við helztu götur bæj- arins, með grenigreinum og marglitum ljósum, og stórum jóla- trjám er komið upp á torgum víðs vegar um bæinn. Á heimilunum er nóg að gera og á götum úti er ys og þys og svo mikil umferð, að gera verður sérstakar ráðstafanir til þess að afstýra slysum. Hámarki sínu nær jólaundirbúningurinn á Þorláksmessu, þa eru verzlanir opnar til miðnættis, því að margir hafa þann sið að kaupa ekki jólagjafir sínar fyrr en einmitt þetta kvöld- Aldrei eru fleiri á ferli í Reykjavík en á Þorláksmessu, þá er bannað að aka bifreiðum um miðbæinn og þá ganga menn 1 mestu rólegheitum um Aðalstræti og Austurstræti, alveg eins og í gamla daga, áður en bifreiðar komu til sögunnar. Og loks rennur upp aðfangadagurinn og þegar kvöldar færist jólahelgin yfir allt. Kirkjuklukkur Reykjavíkur hringja inn ha- tíðina og kl. 6 streymir fólkið til aftansöngs. Kirkjusóknin er mikil, nú eru kirkjurnar of litlar, færri komast að en vilja- Kirkjurnar óma af lofsöngvum jólanna og jólaboðskapurinn er fluttur, og útvarpið flytur jólaguðsþjónustuna inn á heim- ilin. Hátíðin er komin, hátíð heimilanna og fjölskyldunnar. Nu vilja allir vera heima. Það er jólasvipur bæði úti og inni. Við höfum áður minnzt á skreytingar á götum úti, en nú bætast við jólaskreytingar við fjölda húsa og ljós eru sett í glugga.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.