Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 48
478
KIRKJURITIÐ
Yfirmanna álög stríð
urðu þrátt að meini;
illt er að flá sinn undirlýð
allt að sinum og beini.
Og svo þetta upphaf kvæðisins Um góöa landsins kosti:
Sumar kveður, sól fer úr hlíðum.
Vér höfum fengið lausn og lið,
lífs og sálar yndi og frið.
Það skulum allir þakka Drottni blíðum.
Franz Kafka: Hamskiptin. Hannes Pétursson þýddi. — Bóka-
útgáfa Menningarsjóðs 1960.
Höfundurinn er heimsfrægur og þýðandinn þjóðfrægt skáld.
En ég játa samt hreinskilnislega, að mér finnst þetta fremur
leiðinleg bók og ógeðfelld. Og ég hygg, að hún eigi ekki brýnt
erindi. Þætti ekki ólíklegt, að hún verði eins og spýta, sem ligg"
ur eftir, þegar flest annað er hirt af fjörunni.
Annars er þessi smábókaútgáfa Menningarsjóðs mesta þarfa-
þing og vonandi, að henni verði haldið áfram.
Halldóra Bjarnadóttir, œvisaga. Vilhj. S. Vilhjálmsson skrá-
setti. — Setberg s.f. 1960.
Halldóra Bjarnadóttir hefur verið einfari og eldhugi. Henni
verður helzt líkt við norska skáldið Wergeland, sem alltaf gekk
með skógfræ í vasanum, til að geta sáð þeim, hvar sem hann
var á ferðinni. Frá unga aldri hefur Halldóra brunnið af þeirri
þrá að verða þjóð sinni að liði. Hún var trúboði nýrra fræðslu-
aðferða, en fyrst og fremst heimilismenningarinnar. Það er
táknrænt, að mynd af rokk er framan á bókinni. Það mætti kalla
Halldóru „konuna með rokkinn", ekki aðeins vegna þess, hví-
líkur postuli tóvinnunnar hún er, heldur engu síður hins, hvað
hún hefur spunnið marga hamingjuþræði með kennslu sinni og
hvatningarræðum. Engin kona hefur hérlendis brotið sér hik-
lausar og beinni braut að settu marki en hún. Hún hefur farið
um lönd og höf til að kveikja áhugaelda og hrinda starfi af stað-
Talað máli heimilisiðnaðarins og stutt það með sýningum í öll-