Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 31
KIRKJURITIÐ 461 ins láta skoðanamun standa því í vegi, að málið verði rætt og athugað og borið undir héraðsfundi til umræðu og álits um nokkur höfuðatriði málsins. Tvær höfuðástæður valda því, að margir óska eftir breyt- ingum á núgildandi skipun um veitingu prestakalla. Er önnur þeirra sú ólga og sundurlyndi, sem einatt kemur upp í söfnuð- um í sambandi við kosningu prests og sú óskemmtilega kosn- ingahríð, sem stundum er háð með óhjákvæmilegum leiðindum og kostnaði fyrir umsækjendur. Hin ástæðan er sú afstaða prest anna, að núgildandi reglur um kosningu þeirra og skipun í emb- ætti, leggi of miklar hömlur á eðlilega tilfærslu þeirra í emb- ættum og réttlátan og eðlilegan frama og eigi m. a. sök á því, að ungir kandídatar fáist síður til þess að fara í hin lakari brauðin, þar sem þeir eigi einatt þeirra kosta einna völ að sitja í sama embætti alla ævi eða að ganga hreinlega úr þjónustu kirkjunnar. Þessar ástæður báðar hafa við nokkur rök að styðjast og mið- ar frv. það, sem herra biskupinn lagði fyrir Kirkjuþingið, eink- um að því að draga úr ófriði þeim, sem almennum kosningum fyigja, án þess þó að taka valfrelsið með öllu úr höndum safn- aðanna. Stjórn Prestafélags íslands, sem fékk frv. til umsagnar, hef- ur hins vegar lagt áherzlu á það, að ekki yrði látið undir höfuð leggjast að taka einnig til athugunar, hvort eigi væri unnt að stíga spor í áttina til þess að auðvelda prestum tilfærslu milli embætta, og kom formaður félagsins á fund í nefndinni og skýrði sjónarmið félagsstjórnarinnar. Nefndin hefur leitazt við að athuga málið frá öllum hliðum, °g urðu nefndarmenn ásáttir um það að leggja til, að gerðar verði nokkrar breytingar á frv. því, sem fyrir þingið var lagt, °g við það skeytt tillögu, í frumvarpsformi, um veitingu á Prestsembættum í annað eða þriðja hvert sinn, sem embætti losnar, — ákvæði þess efnis, að þá fari fram veiting án kosn- ingar í söfnuðinum. Er það því næst tillaga nefndarinnar, að uiálið verði afgreitt á þessu Kirkjuþingi sem ályktun um að bera undir álit héraðsfunda og samtök presta, í frumvarps- formi, þær tillögur, sem fram eru settar í frumvarpinu, eins og Það kemur frá nefndinni, um breytta tilhögun á veitingu presta- kalla. Biskup og Kirkjuráð mundu svo vinna úr gögnum þeim,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.