Kirkjuritið - 01.12.1960, Side 21
KIRKJURITIÐ 451
skalt þú menn veiða.“ En hvernig endar guðspjallið? „Þeir
drógu báta sína á land, yfirgáfu allt og fylgdu honum“.
Pétur heyrði og hlýddi. En þeir heyrðu einnig. Þeir heyrðu
orðið og varðveittu það, þeir fylgdu Jesú.
Þannig er á hverri guðsþjónustustund talað við hinn eina.
Þannig er í dag talað við þig og mig, en einnig við oss öll, og
til þess ætlazt, að vér verðum samferða á veginum og lof-
syngjum Drottni.
Eitt orð geymist enn, og því má ekki sleppa. Jesús sagði:
..Vertu óhræddur.“ Nú skila ég þeirri kveðju frá Drottni. Vertu
óhræddur, vertu óhrædd. Ég tala þannig við þá, sem andvarp-
andi segja: „Ég hef vakað marga nótt og áhyggjur eru í hjarta
rnínu." Ég skila kveðjunni til þeirra, sem eru fagnandi, og
styrkjast sameiginlega í samfélagi við Drottin. Ég skila þessari
kveðju til kirkjunnar, til safnaðanna víðsvegar í landi voru,
til heimilanna í bæjum og sveitum.
Þessa kveðju flyt ég hér í dag. Ég bið blessunar prestum Dóm-
kirkjunnar, söfnuðinum, sóknarnefnd, organista, söngfólki og
°llum, sem starfa hér í Guðs húsi. Það er bæn mín, að allt snú-
lst til blessunar, og að vér megum sameiginlega með fögnuði
vutn ausa úr lindum hjálpræðisins. Guð vaki yfir kirkju vorrí,
óiskupi, prestum og öllum, sem berjast fyrir heilögu málefni.
Hvilík gjöf og blessun, að vér megum eiga heilagar stundir, er
Ver í einum anda biðjum:
hvert andartak, hver ómur
æ heiðri skaparann,
hver hljóðfæranna hljómur
um aldir göfgi hann.
Vér eigum margar minningar tengdar við þennan stað. Vér
sjaum, að þjónarnir koma og fara. En Drottinn er hér og
yiH finna oss vakandi. Þegar ég hugsa um nútíð og framtíð
^irkju vorrar, bið ég þess, að vér séum ávallt þeir þjónar, sem
bíða eftir húsbóndanum, svo að hann finni þjónana vakandi,
er hann kemur.
Drottinn kemur, og segir nú: „Legg þú út á djúpið.“ Vér
Svörum honum og segjum: „Eftir orði þínu.“
Amen.