Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1960, Qupperneq 45

Kirkjuritið - 01.12.1960, Qupperneq 45
KIRKJURITIÐ 475 anar, kynleg trélíkneski, og rauðar tágakörfur með alls konar útflúri. Ég reyndi að þakka þetta eftir beztu getu með brosum og handapati, en fór þó æ meira hjá mér. Eftir að hafa neytt verð- arins, sem mér var borinn, kallaði ég óðara í leiðsögumanninn. „Pedro,“ sagði ég, „við verðum að fara tafarlaust á stað.“ Hann fór til öldungsins og skýrði honum frá, að ég væri á förum. Gamli maðurinn skundaði þá til mín og gaf mér merki um, að hann bæði mig innilega um að dvelja þarna lengur. Pedro túlkaði einnig mál hans. Þegar ég lét engan bilbug á mér finna, var ég beðinn að doka við, meðan þorpsbúum væri stefnt saman. Enn þyrptust þeir um mig og féllu á kné. Öldungurinn tók á öllu, sem hann átti til, til að gera mér eitthvað skiljanlegt. >,Blessaðu þá!“ sagði Pedro. Þeir ætluðust til, að ég blessaði þá. Ég, þessi hundgamli grasafræðingur, kvalinn af heimþrá! Ég iyfti upp höndunum og hafði yfir þessi orð: „Drottinn sé á verði rnilli mín og þín, þá er við skiljum.“ Að svo búnu stigum við Pedro í eintrjánunginn og ýttum frá landi. „Pedro, hvað átti þetta allt að þýða?“ Hann rak upp stór augu og starði á mig undrandi og efagjarn. „Þú veizt það.“ ,,Nei, ég veit það ekki, segðu mér það.“ Hann hikaði við, en sagði samt að lokum: „Kristur kemur!“ Ég hef aldrei heyrt hvítan mann segja slíkt ureð jafnmikilli lotningu. „Kristur kemur!“ endurtók ég og minntist, hvernig þeir höfðu tekið á móti mér. >,Já, gamli trúboðinn segja, Kristur komi. Hann komi aðfanga- úag, komi upp ána í rökkrinu. Komi á eintrjánungi með hombre. Hann veri alla nóttina í Cispatíu. Þetta vita þeir.“ Ég sat steini lostinn. Þannig stóð þá á móttökunum og gjöf- unum, þetta var skýringin á trúnaði muchach-unnar. Ég titraði við þessa tilhugsun. En hvað hin barnslega trú þeirra var óskiljanleg og tilbeiðsla þeirra fullkomin. Báturinn seig áfram. Ég heyrði söng í fjarska. Sama sönginn °g þeir sungu, þegar ég kom. Nú sungu þeir hann aftur í kveðju- shyni. Pedro hallaði sér í átt til mín. „Það er satt, no es verdad? Þú ert — já, þú ert — Hann?“ (G.Á. íslenzkaöi.)

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.