Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 14
444 KIRKJURITIÐ En hvernig stendur á þeirri breytingu, sem verður á öllu þessa nótt? Hvers vegna er Reykjavík fegurri, íbúar borgar- innar glaðari, já, — ég vil segja betri, þessa nótt en aðrar næt- ur ársins? Svarið er mjög einfalt. Vér erum að fagna jólagest- inum, hinum himneska gesti. Það er viðhorfið til hans, sem veldur allri þessari breytingu. Á þessari undursamlegu nóttu sjáum vér hugsjón lífsins birtast í sinni fegurstu mynd, og þessi hugsjón er bundin við bamið í jötunni. Það er meðvitundin um blessun kærleika og trúar, sem sópar burt hversdagsleikanum og lætur birta yfir borginni og heimilunum og gerir manns- hjartað að helgidómi. Jólanótt í Reykjavík er yndisleg stund. Það er ógleymanlegt að ganga um miðbæinn í friði hinnar helgu nætur. Það er töfr- andi að horfa yfir Reykjavík af Öskjuhlíðinni, ljósum prýdda, á jólanótt, bæinn, sem einu sinni á ári tekur sér hvíld, til þess að fagna konungi konunganna. Reykjavík á mikil ítök í hugum allra landsmanna, fjöldi Reykvíkinga á sínar æskustöðvar úti á landsbyggðinni og um jólin er hugsað þangað, þar sem menn lærðu fyrst að njóta jól&' hátíðarinnar og meta gildi hennar. Og ég vil enda þessar línur með því að senda beztu jólakveðj- ur héðan úr Reykjavík til allra landsmanna. Megi blessun og friður hvíla yfir landi voru á heilagri hátíð. Óskar J. Þorláksson■ Skorið á rúmfjöl 1864. Undir Jesú verndarvæng vil ég sofa ókvíöinn. Mína umkringi mjúka sæng mœtur engla herskarinn. Einar Sigurðsson, bóndi að Bryggjum í Landeyjum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.