Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Page 3

Kirkjuritið - 01.05.1961, Page 3
Djáknavígsla í Grímsey p ■1-l.ÉTT fyrir áramótin síðustu barst mér bréf um hendur séra Péturs Sigurgeirssonar á Akureyri. Var mér þar tilkynnt, aiV almennur safnaðar- fundur í Miðgarðasókn í Grímsey hefði 4. des. s. 1. samþykkt að fara hess á leit við mig, að ég réði Einar Einarsson, oddvita sóknarnefndar- mnar, til þess að gegna djáknastarfi í söfnuðinum. Mér kom þessi málaleitun ekki mjög á óvart. Höfðu farið hréf á milli "kkar sr. Péturs um það efni, sem hér var flutt. Hann hefur þjónað Grímsey frá Akureyri um nokkurra ára skeið, þar eð enginn hefur sótt Um kallið. Vakti liann að fyrral)ragði máls á því við mig, hvort ekki væri einhver leið til þess, að Einar Einarsson mætti takast á hendur kirkju- fega þjónustu í eynni. Sr. Pétur á sem sagt hugmyndina. Mér þótti hún góð og var fús að styðja hana. Stakk ég upp á því, að Einar yrði ráðinn djákni og hlyti til þess vígslu í sóknarkirkjunni. Það var til skilið frá ■uinni hálfu, að söfnuðurinn lýsti einhuga ósk sinni um þetta. Að feng- inni slíkri yfirlýsingu sóknarmanna og með samþykki þjónandi prests °g prófasts taldi ég ekkert vandhæfi á að stofna til þessarar nýbreytni, er mér virtist horfa til ábata, ekki aðeins fyrir þann söfnuð, sem hlut »«i að máli, heldur og fyrir kirkjulífið í heild, ef vel tækist til. Um Einar Einarsson vissi ég það, sem alkunna er, að hann hefur verið hinn mesti nytjamaður í kirkjumálum Grimseyinga. Hann er Meðallend- ingur að uppruna og mér því kunnur frá fornu fari. í Grímsey hefur hann dvalizt um skeið og unnið þar að málum kirkjunnar af fráhærri alúð. Það er öðrunt framar hans verk, að Miðgarðakirkja, sem var orðin "'jög hrörleg, er nú vandíega upp hyggð, stækkuð og prýdd. Hefur Einar unnið að viðgerð á kirkjunni án þess að telja eftir vinnustundir eða reikna sér kaup. Hann er ágætur smiður, hugkvæmur og listfengur, skurðhagur ágætlega. En hann liefur ekki aðeins hlynnt að kirkjuhúsinu. Hann hefur starfað mikið fyrir hörnin í Grímsey og nokkrum sinnum prédikað. í vetur hafa sóknarmenn stundum komið saman í Miðgarða- kirkju á helgum döguni og hefur Einar staðið fyrir þeim samkomum og prédikað. Hefur hann liaft náið samráð við sr. Pétur Sigurgeirsson, er hefur uppörvað hatin og stutt, enda metið niikils ósérplægni hans og hæfileika. Grítnseyingar hafa að vonum unað því miður vel að hafa ekki prests- bjónustu nema í ígripum, þótt góð sé svo langt sem hún getur náð og Presturinn njóti mikillar hylli. Þeir minnast sr. Péturs Guðmundsson- 13

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.