Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Side 11

Kirkjuritið - 01.05.1961, Side 11
KIRKJURITIÐ 201 Bænin liefur frá alda öð'li verið tengiliður milli Guðs og manns. Hún hefur verið' livatning til góðra hugsana og góðra verka, hún hefur verið stuðningur á hálum vegum, smyrsl á sar. Sé bænin vanrækt er skammt ófarið til trúleysis og liættu- Jegrar efnisliyggju. Mörg dæmi eru þess að góðir og gegnir nienn hafi orðið að óhappamönnum við það eitt að umgang- ast þá, sem lítilsvirða guðstrú og bænrækslu, og svo óhappa- nienn orðið nýtir menn við áhrif frá trúuðu fólki. TrúaSur niaður varð að leggja hendur yfir Sál, svo liann fengi aftur sjón sína. (Post. 9. 10—19). 1 öllu því róti, sem gengið hefur yfir heiminn á seinni tím- nni, liefur bænaiðjan og trúarlífið yfirleitt beðið mikinn hnekki. Nýfædd vísindi hafa oft verið talin fyllstu sannindi, þótt þau væru enn í reifum og niðurstöður þeirra meira og niinna vafasamar. Kenningar kirkjunnar liafa verið affluttar °g hártogaðar liafi þær ekki þótt koma heim við vísindalegar nthuganir og jafnvel taldar hindurvitni eins og heilaspuni. Kirkjan hefur verið sett í varnarstöðu, hún verður að verjast hæði sýnilegum og ósýnilegum óvinum, ef svo mætti segja. Sum- lr vinna lienni skaða með hleypidómum og óviturlegu ofstæki, aðrir vinna henni tjón oft óvitandi, með hálfvelgju og harna- legum bollaleggingum um helgustu sannindi kristinnar trúar. Enn aðrir vega gegn henni í beinni andstöðu, svo að jafnvel heilar þjóðir liafa gert ráðstafanir til útrýmingar kristnum truarbrögðum, og taka þá vísindin óspart í þjónustu þeirrar starfsemi. Það er satt, að vísindin efla alla dáð, séu þau heil- hfigð leit að sannleikanum, séu þau aðeins lieilbrigð leit að sannleikanum. En þau mega ekki vera svo yfirborðskennd, né Játa blindast svo af ljóma eigin verundar, að þau við það Slati lielgustu sannindum lífsins, sem eru öllum vísindum æðri °í? missi sjónar á þeirri uppsprettu, sem þau sjálf eru runnin af- Sólargeislinn er ekki sólin sjálf. Á sama hátt eru vísindi °g tækni ávextir menningarinnar, en ekki menningin sjálf. Hún er móðirin. Hún er ávöxtun þeirra liæfileika, sem Guð gefur mönnunum til að þroska arm og anda til starfa á akri SlQum. En mörgum liættir við að setja tækni og vísindi í það' hásæti, sem menningunni ber. Þegar talað er um menningar- hjóðir, er oftast átt við þær þjóðir, sem fremst standa í liernað- artækni og uppfinningum á alls konar vígvélum til múgmorða.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.