Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Qupperneq 16

Kirkjuritið - 01.05.1961, Qupperneq 16
Boðskapur Krists handa börnum BARNAGUÐSÞJÓNUSTUR og œskulýðsstarf liefur færzt injög í vöxt í íslenzku þjóðkirkjunni liin síð’ari ár. Og nú er svo komið, að skipaður hefur verið sérstakur æskulýðsleiðtogi kirkjunnar. Og er það liinn ágætasti niaður, sem liefur einmitt kynnzt vel slíkum störfum í Vesturheimi, en þar er, að sögn, mikið starfað meðal barna og unglinga í kristnum söfnuðum. Enginn liluti þjóðarinnar sækir eins vel kirkju og börnin. Þau bókstaflega fylla kirkjurnar bær stundir, sem þeim eru þar ætlaðar. Það mun því mikilsvert, bvaða áhrifum þau verða fyrir liverju sinni og sálfræðileg nauðsyn fyrir trúrækni fram- tíðar og komandi kynslóða, að þar sé vel og rétt að störfum staðið. En það vita allir, sem reynt liafa, að ekki er svo aliðvelt, sem margir byggja, að flytja börnum fagnaðarboðskapinn. Þar þarf sérstök tök og aðferðir, sem ekki er bægt að beita án undirbúnings og íbugunar. Og stundum getur svo farið, að betra væri að engar barnasamkomur væru haldnar. Þar má oft mjóu muna, að ekki geti verkað neikvætt ]>að sem bezt átti að verða. Mig langar til að benda með örfáum orðum á bið belzta, sem mér finnst af margra ára reynzlu í þessu starfi að þurfi að taka til atliugunar. Fyrst og fremst má kristileg samkoma fyrir börn og ungl- inga ckki verða of löng. Fátt er ömurlegra en það, þegar ágætt efni er látið taka yfir svo langan tíma, að alll er komið í upp- nám, þegar stundin er naumast liálfnuð. Og sézt þó minnst af því uppnámi og andúð, sem slíkt getur skapað í sálum liinna ungu, ef þreyta og þvingun liafa náð tökum. En við slíku er eitt óbrgðult ráð. Skiptið efninu, sem átti að vera á einni slíkri samkomu í tvennt eða þrennt, þá verður allt við liæfi. Hámarkstími barnaguðsþjónustu er klukkustund, en bæfi-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.