Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Side 24

Kirkjuritið - 01.05.1961, Side 24
214 KIRKJURITIÐ lágu á gólfinu og borðum, glös alls stað'ar, fæst rétt standandi, segulbandið hátt stillt, — allt á rúi og stúi og ringulreið. Tveir piltar voru að dansa við dömur, kvnlega fáklæddar. 1 sófanum var par, þótt lítið sæist af stúlkunni, bak við liurð- ina lá stúlka í dái, og yfir benni kraup piltur .... Bak við standblómið í einu liorninu mátti sjá skínandi þjóbnappa .... Út um dyr handan stofunnar komu bræðurnir, synir út- gerðarmannsins. Þeir leiddu sína stúlkuna livor. Þau voru sæmilega stödd fatalega, en úfin og rjóð í kinnum. Þetta er úr sögunni „Svndir feðranna““. Svona „skemmtilegt“ getur Kirkjuritið ekki orðið. Hvorki reynir það né vill. Lætur þar öðrum eftir skeiðið. En fleira er matur en feitt ket og allar skemmtanir ekki sama eðlis, enda smekkur manna misjafn þar sem annars staðar. Guðmundur á Sandi segir í kvæði um Jón prófast fróða á Stafafelli: Er æskan sér spillti í spilum og spriklaði í hringsóli um nátt við sátum hjá Angantýs eldi við Eddu og tungunnar mátt. Að Hnituði, hringnum þeim góða, sem heiðninnar dýrgripur var, við lékum, því lýsisgulls birtu nm lágnætti gersemin bar. Dans og spil eru oft góð skemmtun, en óneitanlega hefur lestur úrvalsbókmennta, bæði í bundnu og lausu máli, skemnit enn fleirum, enzt lengur og skilið meira eftir. Þess er og að geta, að Kirkjuritið befur öðru blutverki að gegna en að vera stundargaman. Það er málgagn kristinnar kirkju á Islandi. Og slíks er þörf í dag. Ég nefni aðeins eitt dæmi því til sönnunar. Nýlega leggur A. H. (sem ætla má að sé stúdent) þannig út af 1. Kor. 15, 22 —“. Þetta er fagnaðar- erindi kristinnar trúar: að gera manninn sjálfan að skríðandi, fyrirlitlegum ormi í duftinu, sem því aðeins losnar úr fjötruin erfðasyndarinnar, að liann afneiti sjálfum sér og gerist eitt með Guði. — Er þetta búmanismi? Nei, þetta er mannbatur“. Litlu síðar er aftur talað um „mannbatur kristinnar trúar“. Ef meira að segja stúdentar á Islandi vita ekki betur um

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.