Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Page 28

Kirkjuritið - 01.05.1961, Page 28
218 KIRKJURITIS yður meiri o;; meiri auðæfi, og liér mun verða himnaríki á jörð. Og sjá, hvað liöfurn vér þá framar að gera með guðsríki Jesú Krists? Þá verður það að óvísindalegri kreddu, sem eng- inn liefur þörf fyrir. Þá þarf enginn framar á guði að lialda. Sjálfir getum vér stofnað ríkið með hugviti voru, atorku og skipulagsgáfu. Og er það ekki betra að eiga þessi gæði undir sjálfum sér, en vænta þeirra úr liendi guðs við endalok tím- anna? Þannig liugsuðu efnisvísindin og liófust handa um inarga myndarlega liluti, rannsóknir og framkvæmdir, sem til stórra umbóta liefðu orðið á mannlegum kjörum, ef hagnýtt liefðu verið einungis á hamingjusamlegan liátt. Þetta ber að sjálf- sögðu hvorki að fyrirlíta né vanþakka. Þó verður ekki með sanni sagt, að allar framfarir í vísindum og í verklegum efnum sé efnishyggjunni einni að þakka, enda þótt hún hafi kannske ýtt undir þær að einhverju leyti. Það er ekkert í kristindóminum, sem amast við umbótum á jarðneskum kjörum manna né setur liöft á, að menn leiti framfara á því sviði. Þvert á móti býður andi Krists oss það, að leytast við að aflétta þjáning og eymd, livar sem oss er unnt og starfa að þeim málum af mannúð og miskunnarlund eins og þeirri, sem hann sjálfur átti. Og hver hefur átt hana meiri? ÁnauS forgengileikans Það er bara eitt mikilvægt atriði í sambandi við þetta mál, sem kristindómurinn vill ekki að vér gleymum: Hann vill ekki, að vér gleymum Guði. Og það er vegna þess, að sú bjart- sýni, sem gleymir Guði, verður að vonbrigðum. Það er rétt, seni einhversstaðar stendur skrifað: Heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gerir vilja Guðs, varir að eilífu. Hvert það ríki, sem ekki er gagntekið af kærleika Guðs og anda Krists mun lirvnja, það ber dauðameinið í sjálfu sér. Yfir það munu ganga ógnir og hörmungar ófriðar og styrjalda, er fylla munu hugina angist og kvíða, unz augun ljúkast upp fyrir því, að sú menning, sem aðeins er byggð á þekkingu og mann- viti og eigi leitar annars en óhófs og hóglífis, rotnar innan að frá,'hversu glæsileg, sem hún er hið ytra.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.