Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Page 32

Kirkjuritið - 01.05.1961, Page 32
222 KIRKJURITIÐ leiðir til að leita sér liamingju og farsældar. Vér trúum því, að liin ægilega jötunorka, sein nú skýtur mannkyninu skelk í hringu, verði tamin og beizluð til óendanlegrar blessunar. Vér trúum því, að sumarið sé í nánd. En það er ekki nóg að trúa. Vér verðum að rétta úr oss og láta hendur standa fram úr ermum. Vér verðum að trúa svo mikið á ríkið, að vér störfum fyrir það. Það er alveg eins með guðsríki og þjóðfélagið, sein vér lifum í. Fyrst og fremst verð- um vér að trúa á framtíð þess, sjá í liugsunum vorum og draum- um hið fagra og hamingjusæla Island framtíðarinnar. Því næst verðum vér að leggja hönd á plóginn og láta drauininn rætast. Guð lijálpar þeim, sem lijálpa sér sjálfir. En hver, sem leggur hönd á plóginn og lítur aflur, er ekki hæfur til guðs- ríkisins. Drottinn er í nánd Látum þetta vera sumarhugsun voru. Lyftum höfðum vor- um og hefjum starfið! Hanu kemur, gerurn beinar brautir drottins! Leggjum hönd á plóginn og störfum fyrir ríki hans, ríkið, sem jafnframt er vort eigið ríki: velferð alls mannkyns. Þá kemur sumarið með krafti, viðirnir grænka, vonirnar ræt- ast, sumar mildinnar, þegar vetrarhörkunni léttir og h'fið springur út í líf og ljós, sumar gæzku og góðvildar með öll- um mönnum. Stynur ekki heimurinn í dag eins og forðum undan halrinu og tortryggninni og híður sinnar lausnarstundar? Megi jní sumarið koma sem fvrst með sól yfir dauðans haf. Benjamín Kristjánsson. Ekki svo óalgimgt Kennari nokkur hafði verið að útskýra fyrir börnunum dæmisöguna um ríka manninn og fátæka. Að því loknu spurði liann: „Hvor vilduð þið svo heldur vera: ríki maðurinn eða Lazarus?“ Einn drengjanna var skjótastur til svars: „Eg kysi helzt að vera ríki maðurinn á meðan ég lifi, en I.azarus, þegar ég er dauður“.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.