Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Page 40

Kirkjuritið - 01.05.1961, Page 40
230 KIRKJURITIÐ bandi við áfengi eða af öðrum ástæðum. Engum dylst, að þessi störf eru verulegur þáttur í starfi prestanna, einkutn í þétt- býlinu. Ég liygg þó að fullt eins oft sé kallað á lögreglu í þess- um tilfellum og prest, þegar vandræðin eru livað mest. Lögregluþjónn þarf oft að tilkymia slysfarir, jafnvel dauða- slys, sent einnig er algengur liður í starfi prestsins. Kannske er þó sérkennilegast við þessar tvær starfsgreinar, ummæli margra um þær. „Heyra þetta tal í prestinum um þrönga veginn og réttlætið“. „Alltaf er lögreglan með þessar umferðareglur og frelsisskerðingu“. Þetta liefi ég heyrt marga segja, og á meðan afstaða manna er þannig, þá er ekki von á góðu. Með því að beita bverjum lagabókstaf binna veraldlegu laga til refsingar eða sektar eða liverjum lagabókstaf guðs- laga, verður afstöðunni ekki breytt, heldur með því að koma mönnum í skilning um það, að þessi störf, bæði prestsstarfið og lögregluþjónsstarfið, er hjálparstarf, unnið til sálarlegs og líkamlegs öryggis fyrir þá sjálfa og aðra, og að menn liagi sér samkvæmt því. Það vantar mikið á að þessi skilningur sé fyrir liendi, en hann verður að vekja. Og til þess þarf bæði festu og mýkt guðs- og mannalaga. Sá, sem veldur slvsi á öðrurn af ógætni, þarf ekki beinlínis að hafa brotið landslög, en bann befur brotið gegn þeirri áminningu guðslaga, sem í raun og veru er, eða á að vera, að minnsta kosti kjarni landslaga: „Allt það, sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. Þessa reglu tel ég bæði sem prestur og lögregluþjónn böfuð- atriði í sambandi við mat á réttu og röngu í samskiptum manna. Hún nær jafnt til andlegrar og líkamlegrar varfærni og miðar að því að gera manninn betri. Þess vegna segi ég, að þar sem markmið beggja, bæði prestsins og lögregluþjóns- ins, er að gera manninn hetri, þá greinir í flestum atriðum ekki landslög og guðslög á, heldur leggjast á eitt. Er þá ekki því meiri ástæða fvrir j)essa tvo aðila, prestinn og lögreglu- þjóninn að auka sér skilning á starfi livors annars og taka böndum saman í j)eirri sameiginlegu baráttu að gera manninn betri ? Máttur einstaklings getur verið mikill, en máttur samtak- anna er mikið rneiri. Þess vegna eigum við að nota liann til árangurs, þar sem því verður við komið. Það er svo mörguni,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.