Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1961, Side 41

Kirkjuritið - 01.05.1961, Side 41
KIRKJURITIÐ 231 sem ]iarf að lijálpa í umferðaflækju mannlífsins, að hvorki má tapast tími né nýting á starfsmönnum. Þetta er mín skoðun eftir að liafa lilotið reynslu í báðum starfsgreinum. Björn H. Jónsson. Enskt Ijóð Að láni var jatan, scni lausnarinn i var lagður fyrst á jörð. Að láni var asninn, sem á hann sat, er innreið hans var gjörð. En sú krúna, er hann særði og sá kross, seni hann har, það var hvort tveggja hans, já, krossinn var hans. Að láni var brauðið, sem hann mettaði með, þá mannfjöldinn komst ekki heim. Að láni var myntin, er skyldunnar skatt hann skýrði ljóst fyrir þeim. En sú krúna, er hann særði .... Að láni var kænan, sem fólkinu frá hann flutti sitt lífsins orð. Til láns fékk hann hvarvetna hvíldarstað, því að hælislaus var hann á jörð. En sú krúna, er liann særði .... Að láni var stofan það kvalanna kvöld, er kvöldmáltíð stofna hann vann. Þeir lögðu hann seinast í lánaða gröf og lánsblæjum sveipuðu hann. En sú krúna, er hann særði og sá kross, sem hann har, það var hvort tveggja hans, já, krossinn var hans. L. M. N.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.