Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 6
244 Kl RKJURITIÐ landi mjög rækilega. Þótt skiptar séu skoðanir um aðferðir og árangur. Æskulýður landsins hefur sannarlega verið tilefni til stórra átaka og lilotið mikla athygli, sem satt að segja lief- ur stigiö mörgum til höfuðs, og er þar gott dæmi þau ummæli, sem unga fólkið í skóhmum hefur látið falla um endemi eldri kynslóðarinnar, þótt dómar þeir séu ef til vill ofurlítið van- lmgsaðir. Ennfremur mætti minna á skrif vngri skáldakynslóð- ar og rithöfunda, sem eru að stíga fram á ritvöllinn, með lirís á ehlri kynslóðina í liöndum, sem ekki gefur eftir þeim refsi- vöndum, sem notaðir voru forðum til að krefjast hlýðni og virðingar af börnunum. Holluslan við æskulýðinn og fórnirnar fyrir hann, eftirlætið og umburðarlyndið er að vissu leyti öfgar. Og það má líka fullyrða, að æskan vanmetur þetta allt að mörgu 'leyti og kann lítt að endurgjalda með þökk og virðingu. Sannast þar hið fornkveöna, að sjahlan launar kálfur ofehli. Myndugleiki og gagnrýni unga fólksins kemur fyrst og fremst fram í virðingarskorti og skeytingarleysi gagnvart eldri kyn- slóðinni og fleslu, sem henni var heilagt og kært. í augunt þess og hugsun erum við að ýmsu leyti fulltrúar jtess, sem Jnið fyrirlítur og forðast. Trú og siðgæði liinna eldri eru að mestu talin sjálfsblekking og yfirhylming alls konar lasta og óheilinda. Þess vegna er það ekki eins auðvelt sem ætla mætti fyrir eldri kynslóðina að skilja þá yngri. Þar gengur vandlega livor sína leið og veit furðulítið um jiau átök og vandamál, sem livor um sig hefur við að stríða. Þetta sást glöggt í sniðugu útvarpsleikriti, sem flutt var fyrir skömmu og hét fjölskylda Orra. Höf. Jónas Jónasson sýndi þar í góðri skuggsjá misniun kynslóðanna í einni og sömu fjölskyldu. Má mikið vera, ef rnörg heimilin lvafa ekki fundið jiar bergmál af sínum hvers- dagslegu viðfangsefnum og vandamálum. Og var ])ó hvorki seilzt langt né djúpt til fanga. En ]>ó — getum við ekki sjálfunt okkur um kennt? — höfum við ekki kennt svo ótrúlega fátt um það, sem mestu varðar. 1 öllu skólaveseninu, prófæðinu og fræðsluflóðinu, liefur sann- azt oftar en varði það, sem skáldkonan segir í þessari ljóðlínu: „AS ég œtti hjarta, enginti vissi til“.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.