Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 40
278 KIRKJURITIÐ viltli gjarnan kjósa sínar eigin leiðir. Hún lagði líka í það af ákaflyndi og dirfsku að skrifa pésa Um siðferðisástandið' á íslandi. Hann þætti bragðdaufur nú á tímum og sannarlega hæverskur. En þá oili liann lmeykslun sumra borgara og beizkju og óvild í garð höfundar. Ingibjörg ætlaði sér bins vegar allt annað en vekja illdeilur. Hún hugði á bjargir en ekki bálkesti. Tók það ráð að hverfa úr landi. Bauðst líka forystustarf í KFUIC í Vejle í Danmörku. Af þeirri stjórn óx hún svo í áliti að hún varð ferðafulltrúi KFUK í Danmörku 1916—19. Síðan aðalframkvæmdastjóri KFUK í sjálfri liöfuð- borginni Kaupmannaliöfn í 3—4 ár. Það var á þeim tímum, er margir Danir voru með livað mestan kurr í garð vor Is- lendinga vegna sjálfstæðisbaráttu vorrar, sem þá var á loka- skeiði. Sést því hvílík þessi íslenzka kona var, að liún skyldi njóta þess trausts og þeirrar virðingar að skipa slíka stöðu. En vegur liennar fór enn vaxandi. Hún varð, sem fyrr er getið, Aðalframkvæmdarstjóri KFUK á öllum Norðurlöndum 1922— 1930. Gat liún sér þá enn ágætan orðstír, enda lagði hún svo hart að sér, að hún sleit kröftum sínum fyrir tímann. Henni var og margur annar vandi á lierðar lagður samtímis. Hún var send 1919 til Þýzkalands til að rannsaka hungurs- neyðina þar eftir fyrra stríðið. Heimsótti danska söfnuði í Ameríku 1924. Síöar varð liún fulltrúi Dana í The Interna- tionale Bureau for the Suppression of Trafic in Women and Children. Hún var og fyrr og síðar í stjórn ýmissa félaga, eink- um er snertu samband og samstarf Islendinga og Dana. Báð- um löndunum og þjóðunum unni hún heilslmgar til efsta dags. Islendingar vottuðu henni þakklæti og virðingu með því að ríkisstjórnin sæmdi liana heiðursmerki og hauð henni fyrir fáum árum liingað heim. Þá var liún svo farin að lieilsu, að liún treystist ekki til að þiggja það boð. Þrjá síðustu áratugina dvaldist hún í Sussex á Englandi og hjó þar með vinkonu sinni, Despinu Karadja, grískn prinsessu, sein nýlega stofnaði minningarsjóð um liana. Er skipulagsskrá hans hirl í maí-liefti þessa rits. Hélt þessi trúfasta vinkona í hendi Ingibjargar, þegar liún skildi við 5. þ. m. Og mun duft þeirra síðar hvíla hlið við hlið í kirkjugarði þarna í Sussex — þótt margur mundi hafa óskað að líkarni Ingibjargar yrði orpinn íslenzkri mold. Fáar konur

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.