Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 44
282 KIRKJURITIÐ Það er mjög líklegt að altaristaflan væri nú glötuð, ef þær Bjarnastaðahlíðar-systur hefðu ekki verið kallaðar til björg- unarstarfs á stund hættunnar. Eg heyrði séra Tryggva Kvaran halda því fram, að altaris- taflan, það er málverkið, væri eftirlíking af heimsfrægu mál- verki eftir ítalska snillinginn Leonardo Da Yinci. Á bakhlið altaristöflunnar er eftirfarandi skrað skíru letri: „Þessa altarisbrík lét Sigurður prestur Jónsson tilbúa í Kaupmannahöfn 1837. Bríkin er gjörð að trésmíði af Snedker- mester Hólm og Málarameistara B. Tilly að öllu leyti eftir minni fyrirsögn. — B. Svenson, exam: juris". Séra Sigurður Jónsson var prestur í Goðdölum frá 1822 til 1838. Hann hefur því latið búa til altarisbríkina árið áður en liann fluttist frá Goðdölum vestur að. Staðastað. Ekki stend- ur það skrifað að þessi kirkjugripur sé gjöf frá honum, en líklegt má það telja. Þá vil ég í stuttu máli segja frá þeirri viðgerð á kirkjunni, sem nú hefur farið fram. Á safnaðarfundi í maímánuði 1958 var tekin ákvörðun um, að láta gera við kirkjuna. Tveir húsasmiðir frá Sauðárkróki, þeir Sveinn Ásmundsson og Magnús Sigurðsson, voru fengnir til að gera athugun á skemmdum og gera tillögur um viðgerð. Þeir töldu að kirkjan væri ekki mikið fúin. Viðgerð hófst fyrir rúmu ári síðan. Trésmíðaverkstæði Kaupfélags Skag- firðinga tók að sér trésmíði og unnu þeir smiðirnir, Einar Sig- tryggsson og Friðrik Jónsson, það verk. Hörður Jörundsson málarameistari á Akureyri tók að sér að mála og vann hann það verk ásamt aðstoðarmanni sínum Hjalta Þorsteinssyni. Kostnaðarreikningar liafa ekki verið teknir saman, en eftir því, sem ég hef komist næst, mun kostnaðurimi verða 75 til 80 þúsund kr. Þessar gjafir hafa kirkjunni borizt: Frá Eyþóri Tómassyni 5 þús. kr. á árinu 1957. Auk þess gaf liann á þessu ári málningu, sem kostaði kr. 3.746.00. Frá Snjólaugu Sveinsdóttir og Elínu Sveinsdóttur 1 þús. kr. Frá Sveinbjörgu Sveinsdóttur 500 kr. Frá Guðrúnu Sveinsdóttur 5 þús. kr. Auk þess gaf hún messu- skrúða, sem í dag var notaður í fyrsta sinn.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.