Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 37
KIRKJURITI0 275 ekki bærnst þegar spurningar frá lesendum, ef þeir væntu þess að þetta væri á döfinni. Þætti ekki ólíklegt að margur velti ýmsu fyrir sér á sviði kristni- og kirkjumála, sem hann æskti að heyra fróða menn segja sitt álit um. Þótt engar lausn- ir fengjust á sumu, er brytt væri upp á, ætti tilreyndin ekki að kosta neitt, en ritið gæti orðið fjölbreytilegra og gagnlegra, ef sæmilega tækist til um framkvæmdina. Vill ekki einhver, sem þetta les, ríða á vaðið með spurningar? B Æ N Hingað fæddist í holdi hann, sem kvalirnar þoldi. — Mönnum miðaði seint. — Ást vor er ofin þyrni eitraðrar eigingirni. — Ekkert er óhreinum hreint. — Ég kalla að krossi þínum sem kunnur ert misgjörðum mínum: Helga mig heilli trú! Legg ég í lófa þína Iaunungarsyndina mína. Meistari, minnztu mín nú! Ú. R.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.