Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 27
KIRKJURITIÐ 265 álieyrandans og hljóta lof að launum, heldur af innri þörf, sem borin var uppi af öruggri trúarvissu og bjargfastri sann- færingu um sigurmátt þess boðskapar, er hann flutti. Eg hygg það mála sannast, að sr. Lárus hafi aldrei flutt lélega prédikun. Heldur kaus hann að koma of seint, en að kasta höndunum til undirbúningsins. Hann var líka almennt viðurkenndur sem einn hinna fremstu ræðumanna innan prestastéttarinnar i dag. Vorið 1921 sagði sr. Björn prófastur kallinu lausu, sökum hnignandi heilsu. Sr. Lárus fékk veitingu fyrir því 10. júní sama ár að undangenginni lögmætri kosningu safnaðanna. Arið 1923, hinn 30. júní, gekk sr. Lárus að eiga eftirlifandi konu sína, frú Guðrúnu, dóttur sr. Björns prófasts. Þau eign- viðust 4 syni. Elztur er Stefán, sóknarprestur að Núpi í Dýra- firði, þá var Björn, er lézt á öðru ári, næstur Iionum er Björn Stefán, búsettur í Reykjavík og starfandi þar og yngstur er Halldór, bóndi á Miklabæ. Einn son átti sr. Lárus með Jensínu Björnsdóttur, sr. Ragnar Fjalar, sóknarprest á Siglufirði. Sr. Lárus var kærleiksríkur faðir. Það er samhljóða vitnis- burður allra sona hans. Það eitt lét hann ekki nægja, að fylgj- ast með þeim og auðsýna þeim umhyggju og elsku á bernsku- og uppvaxtarárunum. Hann var engu síður vökull í umhyggju sinni, þólt leiðirnar lægju ekki lengur saman. 1 öllu vildi hann tryggja og styrkja það, sem til farsældar horfði fyrir framtíð þeirra. Frú Guðrún, sem alin var upp á prestssetri og því vel kunn- llg því hlutverki, sem á herðum prestskonunnar hvílir, reyndist manni sínum frábær eiginkona. Hún stóð við lilið hans í blíðu °g stríðu. Um margt voru þau hjónin svo ólík, að það nálgaðist al- gjorar andstæður. — Það er reyndar alls ekki svo mjög fátítt, ao andstæður veljast saman til hjúskapar. Og þótt það kunni að hljóma undarlega, þá reynast slík hjónabönd ekki síður iarsæl og traust en hin, þar sem andstæðnanna gætir minna. I einu a. m. k. er þó óhætt að fullyrða, að prestshjónin á Miklabæ hafi verið algjörlega samhuga og sammála. En þar a eg við hina dæmafáu gestrisni þeirra. í fornsögum okkar er sagt frá manni einum, sem var svo gestrisinn, að hann „reisti skála um þjóðbraut þvera", til þess

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.