Kirkjuritið - 01.06.1962, Side 27

Kirkjuritið - 01.06.1962, Side 27
Kl RKJURITIÐ 265 áheyrandans og liljóta lof að launum, heldur af innri þörf, sem borin var uppi af örugpri trúarvissu og bjargfastri sann- færingu um sigurmátt þess boðskapar, er liann flutti. Ég liygg það mála sannast, að sr. Lárus Iiafi aldrei flutt lélega prédikun. Heldur kaus bann að koma of seint, en að kasta böndunum til undirbúningsins. Hann var líka almennt viðurkenndur sem einn liinna fremstu ræðumanna innan prestastéttarinnar í dag. Vorið 1921 sagði sr. Björn prófastur kallinu lausu, sökum bnignandi heilsu. Sr. Lárus fékk veitingu fyrir því 10. júní sarna ár að undangenginni lögmætri kosningu safnaðanna. Árið 1923, liinn 30. júní, gekk sr. Lárus að eiga eftirlifandi konu sína, frú Guðrúnu, dóttur sr. Björns prófasts. Þau eign- uðust 4 syni. Elztur er Slefán, sóknarprestur að Núpi í Dýra- firði, þá var Björn, er lézt á öðru ári, næstur honum er Björn Stefán, búsettur í Revkjavík og starfandi þar og yngstur er Halldór, bóndi á Miklabæ. Einn son átti sr. Lárus með Jensínu Björnsdóttur, sr. Ragnar I' jalar, sóknarprest á Siglufirði. Sr. Lárus var kærleiksríkur faðir. Það er sambljóða vitnis- burður allra sona lians. Það eitt lét bann ekki nægja, að fylgj- ast með þeim og auðsýna þeim umbvggju og elsku á bernsku- og uppvaxtarárunum. Hann var engu síður vökull í umhyggju sinni, þótt leiðirnar lægju ekki lengur saman. í öllu vihli liann tryggja og styrkja þaö, sem til farsældar borfði fyrir framtíð þeirra. Frú Guðrún, sem alin var upp á prestssetri og því vel kunn- ug því blutverki, sem á berðum prestskonunnar bvílir, reyndist tttanni sínum frábær eiginkona. Hún stóð við blið bans í blíðu °g stríðu. Um margt voru þau bjónin svo ólík, að það nálgaðist al- gjórar andstæður. -— Það er reyndar alls ekki svo mjög fátítt, a® andstæður veljast saman til lijúskapar. Og þótt það kunni að liljóma undarlega, þá reynast slík lijónabönd ekki síður farsæl og traust en hin, þar sem andstæðnanna gætir minna. f einu a. m. k. er þó óbætt að fullyrða, að prestsbjónin á Miklabæ liafi verið algjörlcga sambuga og sammála. En þar a eg við bina dæmafáu gestrisni þeirra. í fornsögum okkar er sagt frá manni einum, sem var svo gestrisinn, að liann „reisti skála um þjóðbraut þvera“, til þess

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.