Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 12
9CQ KIRKJURITIB þrá og hrifningu, sem gefur byr undir vængi þeirra andlegu krafta, sem lyfta okkur hæst". Sú æska, sem þannig er lýst, gat verið virðingarlítil og óhlýðin gagnvart hinum eldri og örbirg af peningum, en samt rík með sjálfri sér. Ekki voru þessir draumar sízt um upp- byggingu eða gjörbyltingu á sviði félagslífs og stjórnmála. Nú er sá hugmyndaheimur hruninn að meira eða minna leyti, brunninn upp í logum styrjaldanna og orðinn tortryggilegur sem einveldisstefnur nútímans, sem eru frumþættir kalda stríðsins. Það er því naumast furða, þótt unga fólkið líti á okkur sem vesæla sjálfsblekkjendur, sem ekki sjái handa sinna skil og geti hvorki greint stefnu né takmark svo að af viti sé. En þrátt fyrir allt, við áttum þó æskudrauma, sem kannske aldrei hafa rætzt, ef við erum hreinskilin. En þeir voru samt og komu fram sem trú á tilgang lífsins og samfélagsins. Og játning og kjarni þessara æskudrauma birtust í orðum Long- fellows, er hann segir: „Líf er vaka gimsteinn gœSa Guði vigt en ekki mold". Og viðleitni þessarar játningar í framhaldinu: „Fram til starfa, fram til starfa flýjum aldrei skyldubraut". En einmitt þarna er munur á nútíma æskunni mestur. Þetta glæsilega fólk, sem oft getur reynzt svo duglegt, framsækið og verklagið, byggt upp heilar íbúðir og heil borgarhverfi í frí- stundum sínum og gengið fram í krafti bæði á landi og sjó, það hlær að draumum og hugsjónum þeim, sem fyrri tíma æskulýður átti. Og að vissu leyti er það von. Þessar rómantísku draumsýnir hafa svo margar reynzt hillingar og blekkingar í hörðum átökum þessarar atomaldar, með styrjöldum sínum og eyðingu. Við munum tíma þegar fasismi, kommúnismi og nazismi gátu verið ungu fólki heilagar hugsjónir til að gera veruleika í samfélaginu. Nú vitum við ekkert viðbjóðslegra skammaryrði en nazismi og nazisti um verstu tegund heimsku og grimmdar, og sálarleysi og guðleysi kommúnismans ógnar frelsi og framtíð hins vestræna heims, að flestra dómi.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.