Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 29
KIRKJURITIB 267 um sr. Lárus, af því að líf hans var í raun og veru sífelld sókn á brattann. Aukaþjónustu gegndi sr. Lárus í Glaumbæjarsókn á árun- um 1938—'39 og 1941—'43. Ripursókn þjónaði hann frá 1935 —'40, Goðdalasókn frá 1938—'40 og Ábæjarsókn 1938—'40. Af opinberum störfum, sem hann gegndi, má nefna for- mennsku í skólanefnd um árabil, einnig hafði hann á hendi deildarstjórn fyrir Kaupfélag Skagfirðinga um alllangt skeið, svo að eitthvað sé nefnt. Sr. Lárus bar gæfu til þess að staðna aldrei í þekkingarleit sinni. Fram á síðustu stund var hann að nema ný lönd á þeim vettvangi. Haim var „eilífðarstúdent" í hinni beztu og sönnustu merk- ingu þess orðs. Það var alveg ótrúlegt, hve víða hann var heima. Aldrei veit ég til, að komið hafi verið að tómum kofunum hjá honum, þó að um hin ólíkustu málefni væri að ræða. Alltaf hafði hann eitthvað til málanna að leggja. Ekki vanhugsað eða út í hött, heldur af fullri yfirsýn og innsæi í það mál'efni, sem efst var á baugi hverju sinni. Bókasafn átti hann mikið og vandað. En fjölskrúðugasti flokkurinn þar mun þó vera á vettvangi móðurmálsins. Og það er afar eðlilegt, af því að „ástkæra, ylhýra málið" stóð hjarta hans flestu nær. Einn þáttur í starfi sr. Lárusar er mér hugstæðari en flest annað frá mínum æskudögum þar nyrðra. En það er kristin- dómsfræðslan og fermingarundirbúningurinn. Margt og mikið gott á ég honum að þakka fyrr og síðar, en sú þakkarskuld, sem ég stend í við hann vegna þess veganestis, er ég hlaut hjá honum sem fermingardrengur, er meiri en svo, að hægt sé að meta hana, hvað þá gjalda, sem vert væri. Það yrði of langt mál að lýsa því, hvernig hann leiddi okkur, hina 11 lermingardrengi, inn í innstu helgidóma trúarinnar og vakti hja okkur einlæga löngun til þess að ganga með Guði. Aðeins vil ég fullyrða, að þeir munu færri, prestarnir hér á okkar landi, sem komast með tærnar þangað sem hann hafði hælana a vettvangi barnafræðslunnar. Síðastliðið ár bjó Halldór sonur sr. Lárusar á Miklabæ ásamt tjölskyldu sinni. Litlu sonarbörnin 4 urðu brátt björtustu sól- argeislarnir í lífi sr. Lárusar. Návist þeirra veitti honum ólýs-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.