Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 3
Séra Árelíus Níelsson: Kirkjan og unga fólkið 1961 „Æskan skapar œvi manns æskuvorsins draumar eru verndarenglar hans og ævikjarastraumar fjESSI vísa, seni ég lærði áður en ég man eftir mér, bendir til þess, hve æskutímabil mannsævinnar getur verið þýðing- armikið fyrir lífsgæfu hvers manns. Og í sömu átt bendir spak- niælið forna: Án er ills gengis nema að heiman hafi. Það eru sögð og skrifuð mörg ásökunarorð um æsku nútím- ans. En það er raunar ekkert nýnæmi. Þar erum við að minnsta kosti ekkert frumlegri en löngu gengnar kynslóðir. Eldri kyn- slóðin virðist alltaf hafa ýmislegt að athuga við æskulýðinn. Þannig var það hjá Forn-Grikkjum og raunar ekki að ósekju. Og Lúther segir í útleggingu sinni af fjórða boðorðinu: „Allir kvarta yfir, að æskulýðurinn sé óhlýðinn og þekki hvorki ótta né skömm". Og hann heldur áfram: „Hver er or- sökin til þess, að heimurinn er svo auðugur af tryggðleysi, oheiðarleika, synd og glæpum nú á dögum? Ætli orsökin liggi 1 því, að einn og sérhver heimlar að vera sinn eigin herra, frí °g frjáls — og vill ekki beygja sig fyrir neinum, heldur gjöra a'lt, sem hann langar til og girnisl". Og Hallgrímur Pétursson er alveg á sama máli í sínum aldar- 'iætti, er liann segir: „Ungdómsins œSi, þótt áSur fyrr stætii til afreka hárra losti, sjálfstœði, leti, svefn bœSi þaS lízt þeim nú skárra" °S hann bætir við í sama erindi: 16

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.