Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 46
Sigurður Jón Jóhannesson: Dulrúnir [Magnús Björnsson, hinn þjóSkunni frœSimaSur á Ytra-Hóli, hefur orSið við þeirri beiðni minni að senda ritinu nokkrar dulsagnir eftir Sigurð Jóhannesson fró Mónaskól o.fl. Birtast þœr fyrstu hér á eftir. — Ritstj. ] CIGURÐUR JÓN JÓHANNESSON, merkur maður og vel gef- *'-* inn, fluttist til Ameríku sumarið 1873, rúmlega þrítugur. Hann liafði áður búið á Mánaskál í Yindhælishreppi en vestur fór liann frá Æsustöðum í Langadal. Hann ólst upp með for- eldrum sínum í Höfðahólum og móður og stjúpa á Síðu á Refa- sveit. Þeir voru bræðrasynir, Sigurður og Oddur V. Gíslason prestur á Stað í Grindavík. Sigurður var liagmæltur vel. Kvað margt heima og gaf út kvæðakver vestra. Á efri árum skráði liann drauma og dulrænar sagnir, er snertu liann sjálfan og venzlamenn lians og það er fróðir menn og merkir sögðu lion- um. — Sagnasvrpa lians í afriti Erlends Guðmundssonar frá Mörk í Laxárdal, hefur nú horizt til Islands, og eru úr lienni teknar sögur þær, er liér fara á eftir. Draumur drengsins Þegar ég var á níunda aldursári missti ég föður minn á út- mánuð'um um veturinn 1850. Það atvikaðist þannig, að liann varð úti í tórhríðarhyl. Ég átti lieima hjá foreldrum mínum í Höfðahólum á Skagaströnd í Húnaj)ingi. Fólkið á bænum átti lians ekki von lieim um kvöldið, liélt liann liafa gist á næsta bæ og uggði })ví ekkert um hann. Þetta sama kvöld fór ég að sofa eins og vant var, en um miðja nótt vaknaði ég upp með orgi iniklu. Fólkið innti mig eftir því hvað að mér gengi, en ég

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.