Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 28
266 KIRKJURITIÐ að' enginn vegfarandi gæti lagt þar leið sína án þess að' eiga þess kost að njóta gistivináttu lians. — Þeim manni líktist sr. Lárus næsta mjög á sviði gestrisninnar. A Miklabæ voru allir jafn hjartanlega velkomnir. Manngreinarálit var þar aldrei um að ræða. Þeir gestir, sem lítt þekktu til, voru oft fullir undr- unar yfir móttökunum á Miklabæ og spurðu bæði sjálfa sig og aðra, bvort prestslijónin hefðu aldrei annað að gera en sinna gestum. Sr. Lárus var stórhuga, ódeigur og mikilvirkur, að bverju sem liann gekk. Og bjartsýnn var liann, — máske stundum um of. Þegar bugsjónamál hans voru annars vegar, þá gat það bent, að mannlegur máttur væri því ekki vaxinn, að’ leiða hug- sjónina fram til fullnaðar-sigurs. Augljóst merki stórliugar lians er liin tnikla ræktun, er liann réðist í á Miklabæ. En þar má einnig sjá, að' stórvirknin var svo mikil, að möguleikar til fullrar nýtingar voru naum- ast fyrir liendi, — m. a. vegna þess, að sr. Lárus gat á engan liátt gefiö sig allan að störfum beima fyrir. Þær voru svo marg- ar, vígstöðvarnar, sem hann var knúinn — eða fann sig a. m. k. knúinn til þess að’ berjast á. Alls staöar vildi liann vekja nýtt líf. Ekki aðeins á liinum trúarlega vettvangi, beldur einnig í félagsmálum og livers kon- ar menningar- og framfaramálum, jafnt á liinu andlega og verklega sviði. Hann var ekki að Iiugsa um eigin bag. Vegna sveitunganna — sóknarfólksins, — þeim til liags og lieilla var hildin oftast háð. Troðnar slóðir yfirgaf liann án þess að' liika, ef honum virtist önnur leið líklegri til farsælli lykta. Þess vegna var liann stundum misskilinn, — þess vegna einangraðist liann langtum oftar en skyldi, — þess vegna var bann jafnvel dæmdur til að bíða lægra lilut í baráttunni — og borfa á liugsjónina, sem þó var aðeins vakin og nærð af heitri löngun til þess að koma fram öðrum til góðs, — fölna og hverfa, — og það e. t. v. vegna þess, að þeir, sem ávaxtanna skyldu njóta, þekktu ekki sinn vitjunartíma. En aldrei var þó gefist upp. Einbvers staðar var barátta háð — í einliverri mynd, á með'an dagsskíma var á lofti. „Hann dó á meðan hann kleif fjallið“, var einbverju sinni letrað á bautastein brattgengs klettamanns. Þau orð’ eiga við

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.