Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 9
KIRKJURITIB 247 Annað veigamikið atriði í vandamálum nútímaæsku er snemmþroski líkamans. Margt af unga fólkinu er orðið full- þroska menn og konur líkamlega að minnsta kosti þrem til fimm árum fyrri að því er virðist en áður var. Þetta leiðir til misræmis á sálarþroska og líkamsþroska, svo að æskuárin, — millibilið milli bernsku og fullorðins ára liverfur of mjög, og sumir eiga næstum enga æsku. En þeir sem liennar liafa notið á réttan hátt í ríkum mæli, telja liana yndislegasta tíma- bil ævinnar allrar. Við þessum bráðþroska er ekkert að gera né segja í sjálfu sér. Hér þarf bara önnur tök umfram allt meiri og almennari andleg álirif til þess að misþroskinn verði minni. Og þar gefa skólarnir flestir steina fyrir brauð. Hinn tækni- legi og tölulegi ítroðningur sérstaklega frambaldsskólanna með landspróf að takmarki er meiri liluta æskulýðsins andleg mis- þyrming. Og kröfur þær sem gjörðar eru til skilningsþroska unglinganna sérstaklega í stærðfræði álíka gáfulegar og ef lög- boðið væri að kenna tveggja til þriggja ára börnum lestur með hraðlestur og hljóðlestur að markmiði eða kenna þeim að lesa áður en þau læra að tala. Þrátt fyrir óbugsanlega mergð töludæma úr reikningsbókum, ægilega tímasóun kennara og nemenda árum saman ásamt erfiði og taugaspennu beggja, vcit meiri liluti nemendanna næstum ekki neitt rniðað við þær kröfur, sem landsprófsnefnd og önnur álíka ráð gera til þeirra. Þetta verður svo til þess að fylla vitund margra ungl- niga af innibyrgðri minnimáttarkennd, lítilsvirðingu og jafn- vel batri og viðbjóði gagnvart öllu námi og jafnvel eldri kyn- slóðinni allri, öllum, sem þeir skella skuldinni á um þessar bjánalegu kröfur. Dettur mér þar oft í bug, er kona nokkur í fyrri daga, sem þótti vitgrönn í meira lagi, tók Passíusálmana ineð gamla letrinu, liélt að augum sonar síns þriggja ára gamals og sagði: Lestu, lestu drengur. Þú ert líklega svo gáfaður að geta lesið þetta, þótt ég geti það ekki. Blessað barnið rak upp stór augu og liorfði á bókina, en fór svo að gráta. Þekkti auð- vitað engan staf. Seinna undraðist móðirin hvað barnið væri heimskt. En um fermingaraldur kunni liann þó flesta þessa sábna og kann enn. Allt verður að bíða síns tíma, og þótt lík- anisþroski nútímaæsku sé mikill og bráður, er áb'ka viturlegt að krefjast andlega vaxtarins með valdi eins og að toga í gluggablóm upp úr moldinni til að láta það vaxa. Jurtin slitn-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.