Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 15
KIKKJURITIÖ 253 Þess vegna þarf kirkjan, að nema brott sínar kreddur, sem ekki eru framar í samræmi við líf og störf, mylja sundur öll steingerð form og slíta forna fjötra, fylgja kröfu meistara síns um að láta nýtt vín á nýja belgi táknlega sagt, sníða sér nú klæði eftir kröfum tímans, þótt bún hins vegar megi engu glata af gildi sínu og gersemum. Ljósið skal sett í ljósastikuna, svo að það lýsi öllum, sem í húsinu eru, öllum heiminum, öllu mannkyni. Kirkjan skal vera borg, sem stendur uppi á fjalli og fær ekki dulizt. Borg full af birtu og fegurð, ]ífi ög starfi, með hvítan sólroðinn helgidóm vígðan anda kærleiks og speki á hæsta tindi borgarinnar. Hvað sem skólarnir kunna að gera með stagli sínu og fræða- tíningi, þarf kirkjan að muna áminninguna, sem sr. Magnús Helgason gaf nemendum sínum hér fyrri: „GerSu ei maður gamalvísi grœnan pálma a8 svörtu hrísi gjörSu ei loks me8 lærdómsgreinum lífsins brauS aS dauSum steinum". Hver söfnuður í fjölmenni að minnsta kosti ætti að eiga sinn skóla t. d. kvöldskóla í kirkjunni eða safnaðarheimilinu, þar sem kirkjan veitti uppeldi í siðgæði og andlegum þroska. Þetta ætti að vera með lýðskólasniði þar sem sögur og söng- ur, þjóðlegt og kristilegt efni skipaði öndvegið, þar sem lært væri fyrir lífið en ekki fyrst og fremst prófið. Kannske væru engin próf í venjulegri merkingu, en fyrst og fremst miðað við iðni, ástundun, trúmennsku og skilning á því, sem gott og fagurt er. Kirkjurnar ættu líka að eiga og nota sína samkomu- og sýn- mgarsah, þar sem góð og sönn gleði væri veitt undir leiðsögn félagslega menntaðra stjórnenda, eins ættu þær að eiga sína leikvelli og íþróttasvæði. Kirkjan og ríkisvaldið ættu að leggja saman til að skapa og nióta skemmtistaði, klúbba og danssali, sem að öllum þægind- um og glæsileika gætu keppt við vínsölustaðina. Og þar ætti unga fólkið að hafa tækifæri til að gleðjast saman og skemmta ser án áfengis og tóbaks. Eins og nú er hafa verið gerðar tilraunir með þetta bæði

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.