Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 35
KiRKJURirifi 273
störfin á með'an það dróst á fótum og fékk nokkuð verulega
hreyft liönd. Naut í staðinn styrks, umhyggju og ástúðar.
Starfið er einna óþrotlegasta gleðilind allra. Það er liörð
refsing að vera sviptur því að nauðsynjalausu. Elliheimilin
mega ekki verða almenn hiðstöð dauðans.
Vár kyrka helgar gamla fólkinu nýlega heilt blað. Þar eru
fróðleg viðtöl. Tvennt kemur skýrast í ljós.
Annað þetta: Þótt gamla fólkið fagni af hjarta hinum nýja
tíma: síminnkandi erfiði, æfjölgandi tómstundum, vaxandi
menntun, óteljandi þægindum, óþrotlegum skemmtiefnum og
þar fram eftir götunum, er í því nokkur uggur. Því finnst nú-
tímakynslóðin sækjast um of eftir stundargæðum. Græðgin
* peningana ganga úr hófi, tildrið og hégómaskapurinn víða
ofmetið, skemmtanafíknin komin út í öfgar.
Þetta er vitanlega margsögð saga. Hún getur verið sannari
nú en oft áður fyrir því.
Hitt, sem gamla fólkinu er hugstæðast er blessun starfsins.
Það er því enn lífið. Þess vegna leitast stjórendur elliheimil-
anna við að minnka kyrrseturnar en gefa öllum, sem um það
eru færir, kost á að starfa og létta sér upp svo sem unnt er.
Hælisbragurinn minnkar en heimilissvipurinn verður æ ríkari.
Sagt er frá heimili þar sem vistfólkið keppist við alls konar
vinnu árið um kring, heldur tíðar sýningar á afköstunum og
selur varning sinn fyrir drjúgan skilding.
Skemmtilegar myndir eru þarna einnig af söngkórum, leik-
fiiniæfingum, meira að segja tízkusýningu og öðru tómstunda-
ganini gamla fólksins.
Ég veit að allt þetta er komið í einhverri mynd hérlendis.
Þarna er það aðeins, sem vonlegt er, orðið' fjölhreyttara og
v*ðtækara.
Eg vil sérstaklega geta viðtalsins við Siri Dahlquist í Upp-
sölum. Hún er kunnur rithöfundur. Sumir sálmar hennar frum-
samdir og þýddir í sænsku sálmabókinni og mikið sungnir.
Hún er nú 73ja ára en bjartsýn og hress í anda. „Sá, sem
elskar mennina, og vill hlanda geði við fólk og fúslega miðla
öðrum einhverju af þeim gjöfum, sem hann hefur sjálfur
þegið, verður hvorki einmana né iðjulaus í ellinni“, segir hún.
Hún hefur skilning á, að hver kynslóð verður að vrkja sálma
sínum hug og ineð sinni tungu og hefur ekkert við það að
18