Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 30
258 KIRKJUHITIO anlegan unað. Barngóður var liaim alla tíð'. En þessi börn stóðu hjarta hans allra næst. Og þegar hann lagði upp í sína síðustu för, sem lauk í Sól- heimum, hinn 5. apríl s. 1., þá tók hann tvær eldri telpurnar með sér. Var það máske rödd hinnar djúpu og næmu kær- leikstilfinningar, sem hvíslaði því að honum, að nú væri síð- asta tækifærið til að njóta návistar þeirra og lauga sig í geisl- unum björtu? Umvafinn þeim helga kærleiksljóma hvarf hann sjónum þeirra. Hann fór inn í Sólheima — til þess að deyja. Frá Sólheimum til Sólheima hvarf hann, laugaður ylgeisl- um þeirrar' ástar, sem æðst er og fölskvalausust á þessari jörð. Vinar- og kærleikskveðju mína fel ég svo í þessum heilögu orðum: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur", (I. Kor. 13, 13). — Sömu orðunum og hann sjálfur lagði út af á fermingardegi mínuni. Fermingarbarnablatíið í Kejlavík og Njarðvíkum. — Þetta 20 síðna rit muii nýinæli. Það kom fyrst út í vor. Tilgangur þess „að ræða tilraun til öflunar ferðasjóðs fyrir væntanlegt ferðalag (fermingarbarnanna) að af- loknum fenuingum" og að' vera þeim „áþreifanlegt tákn um fermingar- undirbúnlnginn og ferminguna". Fyrst cr prófritgerð fyrrv. ferniingarbarns: Bjartasli dagur œvi minnar. Þá skrifa 10 fermingarbörn um boðorðið um að beiðra skuli föður og móður. Tvær smágreinar nefnast: Kirkjan okkar og Bærinn minn. Báðar eftir fermingarbörn. Enn er siðari hluti prédikunar sóknarpreslsins, Björns Jónssonar, vio guðsþjónustu, sem helguð var ferniingarliöriiinu og aðstandendum þeirra. Tvær stuttar ferðasögur. Listi yfir fenningarbörn í Keflavík 1962 og margar myndir af þeim. Þessi nýung er skemmtileg og athyglisverð — og presti og fermingar- börnum til sóma.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.