Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 39
KIRKJURITIÐ 277 Jafnvel í bókum síiium stillir liún öllum beinum vitnisburði í lióf, segir ekki svo ég minnist frá sinni eigin „vakningu", en frá bverri línu andar kristilegt hugarfar. Hún var Húnvetningur. Hét fullu nafni Ingibjörg Osk. — Faeddist á Másstöðum í Vatnsdal 7. sept. 1886. Foreldrar: Jón Olafsson, síðar kenndur við Mýrarlón og Guðrún Ólafsdóttir, bónda í Eiríksstaðakoti (Brattahlíð) í Svartárdal, Pálssonar. Jón var alkunnur hesta- og gleðimaður, dugnaðarforkur en ekki við eina fjölina felldur. Þau hjónin slitu samvistir og ólst Ingibjörg upp í Galtarnesi í Víðidal frá því að hún var 'jögurra ára og fram yfir fermingu. Gáfurnar og einbeitnin munu ekki hafa leynt sér strax og hún komst á fót og lærði að tala. Með hverju ári óx vilji henn- ar til náms og varð ekki bældur niður. Og sá ásetningur að brjóta sér braut út úr dölunum og á víðum vettvangi varð heldur ekki brotinn á bak aftur, þegar hún hafði aldur til að ráða sjálf sínum verustað. Ung, fátæk og umkomulaus stúlka varð að velta björgum uni síðustu aldamót, ef liún átti að komast menntabrekkur, 'ivað þá klífa tinda sér til frama. Ekki er mér kunnugt hvað Ingibjörg lagði á sig né hverjir réttu henni hjálparhönd, en uni allmörg ár sótti hún nám í ótrúlega mörgum skólum utan lands og innan. Hún var í Kvennaskólanum í Reykjavík, Gagn- træðaskólanum á Akureyri, lýðháskólanum í Askov og Valle- kilde, Kennaraskólanum í Höfn og Kingsmead College í Eng- landi. Oft hlýtur hún að hafa búið við þröngan kost og lagt 'iart að sér, en bún kom stælt af námskeiðinu og vel brynjuð til þeirrar baráttu, sem hún kaus sér. Séra Sigurbjörn Á. Gíslason telur að frú Ragnhildur Þor- steinsdóttir, kona séra Eggerts Ó. Briem, muni hafa glætt mest truarlíf Ingibjargar, en til hennar kom hún og dvaldist með nenni fyrst er hún var hér við nám og störf í Reykjavík, þá uolega fermd. Sá áhugaeldur befur færst í aukana í lýðhá- skolunum. Og í Danmörku hefur bún að líkindum fyrst kynnst að ráði kristilegu starfi meðal ungra kvenna —KFUK. Það atti síðan hug hennar öll hennar starfsár. Hun byrjaði hér heima, hefur vafalaust viljað vera einn af vormönnum Islands, sem þá sóttu margir fram. En því mið- ur naut hennar skamma stund við hér. Hún var þá ung og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.