Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 10
248 KIRKJURITIÐ ar og deyr, og hinn andlegi vöxtur eða þroski barnsins bíður oftast Iinekkir við slík átök eða verður að einhvers konar óskapnaði, sem hefnir sín á einhvern hátt fyrr eða síðar fyrir fruntaskapinn, seni beitt er við það. Þetta er þeim mun furðu- legra, sem nú eiga að vera til ráðleggingar og aðgerðir sál- fræðinga og sérfræðinga á þessu sviði. En sannarlega þyrftu unglingar á andlegri vernd að halda í skólum og raunar sum- ir foreldramir líka ekki sízt nálægt miðsvetrarprófum og Iandsprófum. Þar eru ekki kennarar í sök, heldur þær hryllilegu kröfur, sem þeim eru settar um ítroðninginn og prófaglímuna við blessuð börnin á meðan þau eru á erfiðasta skeiði breyting- anna og eru ekki vaxnir vængir utan örfáum til að fljúga yfir þau reginhöf vizkunnar eða heimskunnar, sem til er ætlast. Það er líkt og að kenna handalausum að prjóna eða fótalaus- um að stökkva. Síðan setja unglingarnir alltof margir alla fræðslu og allt nám í sama númer, óttast það, lítilsvirða og misskilja, brjót- ast í hjónaband, áður en þau hafa hugmynd um livað heim- ilislíf er, í ómeðvituðum flótta undan yfirráðum eldra fólks- ins, og afleiöingar harnagiftinga eru í flestum tilfellum upp- lausn og mistök á mistök ofan. Þarna eru aðstæður nútíma- æsku allt aðrar en áður var. Þá var kennslustarfið oft líkt og að rétta þyrstum svaladrykk, eins og ein eldri kennslukona komst fagurlega að orði. Nú er námsleiði eitt algengasta fyrir- hrigði skólastarfs alltof víða. I fyrri liluta erindis míns minntist ég á þær orsakir, sem skapa það einkenni nútíma æskulýðs, sem virðist athyglisverð- ast og vekur mestar áhyggjur. En það er einmitt skorturinn á æskudraumum, liugsjónum, vonum, trú á lífið. Það er örstutl stig frá námsleiða og yfir í h'fsleiða. Og það er hryllilegt að greina áþreifanleg elli- og þreytumörk á fólki innan við tvítugt. Fólki, sem virðist búið að tæma livern bikar lífs í botn og á hvorki trú á Guð í alheimsgeimi, né Guð í sjálfum sér. Það virðist einskis vænta af lífinu framar. Sjálfstraust og lífs]>rá sýnist hvort tveggja útbrunnið skar eða flöktandi logi. Svipur og látbragð verður eitthvað svo tómt eða aðeins líkt og eftirlíking, þetta var meðal annars áberandi í svip og stell- ingum fegurðardísanna á myndum, sem birtar voru í vor,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.