Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 17
KIRKJURITIÐ 255 verður hún æskunni hið eilífa skjól, veitandi frelsis og vernd- aranda friðar og farsældar um alla ókomna tíð mannkyns. íslenzki æskulýður, hlýð þú rödd meistarans, er hann kallar, komið fylgið mér. Gjörið kirkjuna ykkar að helgidómi ís- lenzkrar menningar og vermireit alls þess, er efla þarf í skap- gerð ykkar og uppeldi, alls, sem veitir ykkur sanna gleði og heillir. Gjörið gagnrýni ykkar þann hreinsunareld, sem brenni brott sorann, svo að gull musterisins á altari kirkjunnar fái sem bezt að njóta sín ykkur til himneskra fjársjóða. Látið upp- byggjast sem lifandi steinar í andlegt hús. Reykjavík, 17. júní 1961, Hsin Chi-Chi: Þegar ég var ungur Þegar ég var ungur og átti enga lífsreynzlu, var mér það mesta yndi að klifra upp á há f jöll og þar bangaði ég saman ljóðum, sem lýstu veröldinni með litum sorgarinnar. Nú orðið, þegar ég gjörþekki kjör mannanna, er mér óljúft að hafa orð á því, sem er mér til hryggðar, en segi heldur: Eru ekki litir haustsins unaðsfagrir? (G. A.)

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.