Kirkjuritið - 01.06.1962, Page 17
KIRKJURITIÐ 255
verAiir hún æskunni hið eilífa skjól, veitandi frelsis og vernd-
aranda friðar og farsældar uni alla ókomna tíð mannkyns.
íslenzki æskulýður, lilýð þú rödd meistarans, er liann kallar,
komið fylgið mér. Gjörið kirkjuna ykkar að helgidómi ís-
lenzkrar menningar og vermireit alls þess, er efla þarf í skap-
gerð ykkar og uppeldi, alls, sem veitir ykkur sanna gleði og
heillir. Gjörið gagnrýni ykkar þann lireinsunareld, sem brenni
hrott sorann, svo að gull musterisins á altari kirkjunnar fái sem
bezt að njóta sín ykkur til himneskra fjársjóða. Látið upp-
hyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús.
Revkjavík, 17. júní 1961,
i
Hsin Chi-Chi:
Þegar ég var ungur
Þegar ég var ungur og átti enga lífsreynzlu,
var mér það mesta yndi að klifra upp á há fjöll
og þar bangaði ég saman ljóðum,
sem lýstu veröldinni með litum sorgarinnar.
Nú orðið, þegar ég gjörþekki kjör mannanna,
er mér óljúft að hafa orð á þvi,
sem er mér til hryggðar, en segi heldur:
Eru ekki litir haustsins unaðsfagrir?
(G. Á.)