Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 34
272 KIRKJURITIÐ ið var myrkranna á milli frá því á útmánuðum og undir liaust. Þess voru dæmi að suma sláttardaga létu einstaka ákafamenn það ekki eftir sér að setjast niður meðan ])eir svolgruðu í sig drykkinn, og hindingsdaga var verið að frá því klukkan 5—6 að morgni ti! um eitt að nóttu. Stöðurnar á togurunum eru einnig ógleymdar. Ég vil hvorki auka vinnutímann á ný né mæla gegn finnn daga vinnuviku. En það er staðreyml að fáar þjóðir eiga að húa við styttra sumar en vér Islendingar. Og enn er það oss mesti hjargræðis- tíminn á marga vegu. Þá er m. a. lang hentugasti byggingar- tíminn. Og nú þurfum vér meira að byggja en nokkru sinni áður. Þess vegna blæðir manni í augum er togararnir eru bundnir við bryggjur vikum saman. Og að. ýmsum byggingum, sem mikið liggur við að komist upp, miðar liægt áfram sakir skorts á vinnuafli. Tvennt væri liér mest til úrbóta. Annað það að miklu meira væri unnið í ákvæðisvinnu og bæru menn þeim mun meira lir býtum, sem þeir afköstuðu meiru á skemmri tíma. Og að böfð væri vaktavinna við stórbyggingar þær, sem braða þyrfti, þannig að tvo þrjá sumarmánuðina, þá björtustu og hlýjustu væri unnt að vinna að þeim allt að fjórtán stundir daglega, sex daga vikunnar — án nokkurra lirtaka vegna sumarlevfa. Þessa er þörf vegna fámennis þjóðarinnar, binna brýnu og nauðsynlegu verkefna og vors stutta bjarta sumars. Og þessi skipun hlýtur að vera möguleg án þess að nokkr- um sé það óliagur eða aukið erfiði — ef vilji er fyrir bendi og rétt að ráði farið. Þjóðinni vrði það til mikilla bagsbóta. Gmnla fólki'8 Ellihéimilin okkar eru að kalla ný af nálinni. Þau eru sprottin upp af mikilli nauðsyn — óhjákvæmileg lausn á sí- vaxandi vandamáli. Þar með er livorki sagt að það sé í sjálfu sér æskilegast að húa gamla fólkinu sérstakan samastað, né að ekki mætti bæta vist elliheimilanna að einhverju leyti. Það var mikill þjóðargróði um aldirnar að á flestum heim- ilum voru þrjár kynslóðir samtímis. Æskan ólzt þar upp í skjóli og reynsluskóla ellinnar og gamla fólkið gat létt undir

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.