Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 21
KIRKJURITIÐ 259 þátttöku leikmanna í öllu kirkjulífinu", „meiri notkun Gamla- testamentisins við guðsþjónusturnar", „umbótum á biskups- kjöri" og „aukið samband hinna einstöku kirkna sín á milli og við almenna höfuðbiskupsstólinn" í Konstantinópel. Fellt var að fjalla um reglur þær, er gilda um bann við því að klerkar í æðri stöðum megi kvænast. Rætt var um hvernig fært væri að koma á nánari tengslum við „gamal-kaþólska" og anglíönsku kirkjurnar — og lögð áherzla á að tengslin við vesturkirkjuna liefðu aldrei að fullu rofnað, enda skylt að allir kristnir menn stefndu að því að vera eitt. Sérstaklega var fagnað áheyrnar fulltrúum, koptísku-, eþíópsku-, armenísku-, sýrlenzku- og malabarísku-kirknanna og rómað hversu viðræðurnar við þá hefðu reynzt gagnlegar. Var þetta í fyrsta sinn eftir kirkjuþingið í Kalsedon 451 að slíkar viðræður þessara kirkna hafa átt sér stað. Var og ráðgert að stofna til frekari kynna með gagn- kvæmum heimsóknum kirkjunnar manna á næstunni. Má því ef til vill vænta þess að hér kunni að verða upphaf að endursam- einingu rétttrúnaðarkirkjunnar og hinna eldfornu austurlenzku kirkna. En slíkt væri stórt skref í kristilega einingarátt. Framanskráð er útdráttur úr fréttatilkynningu Alkirkjuráðs- ^ns um þetta merka kirkjuþing ú Rhodus. Og hér fer á eftir „ávarp" þess eða boðskapur í lauslegri þýðingu. BOÐSKAPUR kirkjuþings rétttrúnaSarkirkjunnar á Rhodus Elskaðir bræður og börn Guðs, náðin Drottins vors Jesú Krists, sé með yður öllum. Kristi, vorum æðsta hirði, hefur þóknast að stefna oss sam- an til fundar á þessari blessuðu Rhodusey. Ætlan vor er sú að flytja heiminum svo ljóst, sem oss er unnt, boðskap vorrar einu og óskiftu kirkju: auglýsa einingu vora og leggja oss fram um að leysa af höndum liin sérstöku verkefni þessa kirkju- þings og láta það ná tilætluðum árangri. 1 lok þessara sam- íunda vorra, sem Guð hefur svo ríkulega innblásið og blessað, beinum vér orðum vorum til allra í andlegri auðmýkt og af einlægum góðvilja.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.