Kirkjuritið - 01.06.1962, Page 21

Kirkjuritið - 01.06.1962, Page 21
KIRKJURITIÐ 259 þátttöku leikmanna í öllu kirkjulífinu“, „meiri notkun Gamla- testamentisins við gu3sþjónu8tumar“, „umbótum á biskups- kjöri“ og „aukið samband liinna einstöku kirkna sín á milli og við almenna höfuðbiskupsstólinn“ í Konstantinópel. Fellt var að fjalla um reglur þær, er gilda um bann við því að klerkar í æðri stöðum megi kvænast. Rætt var um livernig fært væri að koma á nánari tengslum við „gamal-kaþólska“ og anglíönsku kirkjurnar -—- og lögð áherzla á að tengslin við vesturkirkjuna hefðu aldrei að fullu rofnað, enda skylt að allir kristnir menn stefndu að því að vera eitt. Sérstaklega var fagnað áheyrnar fulltrúum, koptísku-, eþíópsku-, armenísku-, sýrlenzku- og malabarísku-kirknanna og rómað hversu viðræðurnar við þá liefðu reynzt gagnlegar. Var þetta í fyrsta sinn eftir kirkjuþingið í Kalsedon 451 að slíkar viðræður þessara kirkna liafa átt sér stað. Var og ráðgert að stofna til frekari kvnna með gagn- kvæmum heimsóknum kirkjunnar manna á næstunni. Má því ef til vill vænta þess að liér kunni að verða upphaf að endursam- einingu rétttrúnaðarkirkjunnar og hinna eldfornu austurlenzku kirkna. En slíkt væri stórt skref í kristilega einingarátt. Framanskráð er útdráttur úr fréttatilkynningu Alkirkjuráðs- ins um þetta merka kirkjuþing á Rliodus. Og hér fer á eftir «ávarp“ þess eða boðskapur í lauslegri þýðingu. BOÐSKAPUR kirkjuþings rétttriinafiarkirkjunnar á Rhodus Elskaðir bræður og börn Guðs, náðin Drottins vors Jesú Krists, sé með yður öllum. Ivristi, vorum æðsta hirði, hefur þóknast að stefna oss sam- an til fundar á þessari blessuðu Rhodusey. Ætlan vor er sú að flvtja lieiminum svo ljóst, sem oss er unnt, boðskap vorrar einu og óskiftu kirkju: auglýsa einingu vora og leggja oss fram Uni að leysa af höndum hin sérstöku verkefni þessa kirkju- þings og láta það ná tilætluðum árangri. I lok þessara sam- funda vorra, sem Guð hefur svo ríkulega innblásið og blessað, beinum vér orðum vorum til allra í andlegri auðmýkt og af einlægum góðvilja.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.