Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 45
KIRKJURITIB 283 Á árinu 1958 gaf Giiðmundur Ólafssou bóndi í Litluhlíð 500 kr. í Goðdalasjóð, til minningar um konu sína Ólínu Sveins- dóttur ljósmóður. Goðdalasjóður er eign Goðdala- og Árbæjar- kirkna og ávaxtast í Söfnunarsjóði. Hann nemur nú kr. 3155. Allar þessar stórmannlegu gjafir vil ég þakka af heilum liug, fyrir hönd safnaðarins. Meðal þessara gefenda eru sumir nú búsettir í fjarlægð og hafa engum skyldum að gegna við Goðdalakirkju. Sú ræktarsemi við æskustöðvar, sem þar kem- ur fram, er virðingarverð og til eftirbreytni. Gjafir þessa fólks bera fagurt vitni um það, hver áhrif kristin trú hefur haft á æskulieimilum þeirra. Eg vil nota þetta tækifæri til að þakka Guðmundi Olafssyni bónda í Litluhlíð fyrir óeigingjörn störf vegna Goðdalasafnað- ar. Hann var forsöngvari um 40 ára skeið og alllengi formaður sóknarnefndar og safnaðarfulltrúi. Sízt vil ég gleyma að þakka Moniku Sveinsdóttur húsfreyju 1 Goðdölum. Ég vil þakka störf hennar fyrir kirkjuna í 24 ár °g gjafir. Fyrir nokkrum árum gaf hún gólfdregla og í dag hefur hún gefið borð undir skírnarskál. Nú á tímum heyrist oft um það rætt, að fækka prestum í dreifbýli og stundum eru kirkjur lagðar niður eða færðar úr stað. Það er ósk mín og von, að þegar kirkja sú, sem nú hefur verið endurbætt, hefur endað sitt skeið, verði hún ekki lögð uiður, heldur hafi Goðdalasöfnuður metnað og manndóm til að endurreisa hana. Megi hljómur kirkjuklukkunnar berast um þennan dal í aldir fram. N.B.: Altarisbrík er málverk af Kristi og postulunum við kvöldmál- tiðarborðið. — Viðgerðarkostnaður varð rúmar 88 þús. kr. Deilur stæðu aldrei lengi ef aðeins annar aðilinn hefði rangt fyrir sér. Heldur tala menn illa uni sjálfa sig en alls ekki neitt. -k Vér getum fyrirgefið þeim, sem inannskeiiima oss, en alls ekki hinum seni vér mannskemmum sjálfir. — La Rochefoucauld.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.