Kirkjuritið - 01.06.1962, Qupperneq 45
KIRKJURITIB
283
Á árinu 1958 gaf Guðmundur Ólafsson hóndi í Litlulilíð 500
hr. í Goðdalasjóð, til minnihgar um konu sína Ólínu Sveins-
dóttur ljósmóður. Goðdalasjóður er eign Goðdala- og Árbæjar-
kirkna og ávaxtast í Söfnunarsjóði. Hann nemur nú kr. 3155.
Allar þessar stórmannlegu gjafir vil ég þakka af lieilum
hug, fyrir liönd safnaðarins. Meðal Jjessara gefenda eru sumir
ni'i búsettir í fjarlægð og hafa engum skyldum að gegna við
Goðdalakirkjn. Sú ræktarsemi við æskustöðvar, sem }>ar kem-
ur fram, er virðingarverð og til eftirhreytni. Gjafir þessa fólks
hera fagurt vitni um }>að, hver áhrif kristin trú liefur liaft á
æskuheimilum þeirra.
Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Guðmundi Ólafssyni
hónda í Litluhlíð fyrir óeigingjörn störf vegna Goðdalasafnað-
ur. Hann var forsöngvari um 40 ára skeið og alllengi formaður
sóknarnefndar og safnaðarfvdltrúi.
Sízt vil ég gleyma að þakka Moniku Sveinsdóttur húsfreyju
í Goðdölum. Ég vil þakka störf hennar fyrir kirkjuna í 24 ár
og gjafir. Fyrir nokkrum árum gaf hún gólfdregla og í dag
hefur hún gefið horð undir skírnarskál.
Nú á tímum Iieyrist oft um það rætt, að fækka prestum í
dreifbýli og stundum eru kirkjur lagðar niður eða færðar úr
stað. Það er ósk mín og von, að þegar kirkja sú, sem nú hefur
verið endurbætt, liefur endað sitt skeið, verði liún ekki lögð
niður, heldur liafi Goðdalasöfnuður metnað og manndóm til
að endurreisa liana. Megi hljómur kirkjuklukkunnar herast
um þennan dal í aldir fram.
N.B.: Altarisbrík er málverk af Kristi og postulunum við kvöldmál-
tiðarborðið. — Viðgerðarkostnaður varð rúmar 88 þús. kr.
Deilur slæðu aldrei lengi ef aðeins annar aðilinn bcfði rangt
fyrir sér.
Heldur tala ínenn illa uni sjálfa sig en alls ekki neitt.
■A
Vér getum fyrirgefið þeim, sem mannskenmia oss, en alls ekki
liinum sem vér mannskemmum sjálfir. — La Rochefoucauld.