Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 23
KIRKJURITIS 261 Tákn tilvistar kirkjunuar í heiminum er eining þess kær- leikssamfélags, sem er uppfylling hins „nýja boðorðs" (Jóh. 13, 14) Drottins vors. „Hans guðdómlegi máttur hefir veitt oss allt, sem heyrir til lífs og guðrækni með þekkingunni á honum, sem kallaði oss með sinni eigin dýrð og dáð". (2. Pét. 1, 3). „Kirkja vor er ekki steinbygging, heldur trú og líf". Sál hvers einstaklings er endursköpuð af Heilögum Anda innan kirkjunnar og með tilstyrk kirkjunnar. Og kirkjan boðar heim- inum fagnaðarerindið um frið Krists og fullkomnun sáttar- gjörðarinnar eins og trúboðinn mikli, heilagur Páll, orðar það (2. Kor. 5, 18). Aldrei höfum vér fremur en nú á dögum verið kallaðir til aö framfylgja lögmáli Krists og bera liver annars byrðar og haga oss eins og oss ber „í Guðs húsi, sem er söfnuður lifanda Guðs". (1. Tím. 3, 15). Sú er sannfæring vor, að vér munum í nútíð og framtíð halda þeirri sömu stefnu og kirkja vor hélt á hinum sögufrægu skeiðum sínum, þeirri stefnu, er miðar að vippbyggingu og varðveizlu liins sanna Kristslíkama oss til endurlausnar, Guði til eignar og dýrð hans til vegsemd- ar. (Ef. 1, 14). Oss er ljós sú mikla ábyrgð, sem vér berum gagnvart Guði a sálum meðbræðranna, allra manna, þeirra, er lifa á jörð- unni og skapaðir eru af sömu rót. Vér höldum áfram starfi voru í skjóli hinnar Einu, Heilögu, Almennu, Postullegu kirkju. I hlýðni við kærleiksboð Droltins vors og í nafni hans, áminnum vér yður alla, bræður vora, bæði f jær og nær, að „halda friði yðar á milli. (Mark. 9, 50). Varðveita frið Krists og frið Guðs vors, sem er æðri öllum skilningi. Baenir og heit kirkna vorra hafa verið oss til styrktar og eflingar, hvort heldur prestanna eða safnaðarmeðlimanna alls staðar. Erum vér og upphaldendur og túlkar guðrækilegs anda þeirra. Vér fögnum og í bróðurást bræðrum vorum innan hinna • ornu austurlenzku kirkna, sem vér um svo langan aldur höf- 1,111 verið samtengdir bæði í hugsun og tilfinningu. Einnig 'Ognum vér hinum vestrænu bræðrum, sem vér höfum aldrei shtið samstarfi við, til fullnaðar því boði Drottins vors, að „allir skuli vera eitt", en þess biður kirkja vor óaflátanlega. 1 öllum þessum efnum beinum vér sjónum vorum til Jesú,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.