Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 4
242 KIRKJURITI0 „aS lesa góS frœSi og lœra siSgæSi er lunderni fárra“. Þetta er ótrúlega líkt því, sem sagt er nm æskuna enn í dag. Mannshugur og hjarta er ótrúlega samt við sig, þótt ár og aldir líði. Og sjálfsagt er æskan ekki verri í dag, en æska liö- inna kynslóða hefur verið, síður en svo. Hún er glæsileg, þrótt- mikil og athafnasöm, auðvitað dálítið sjálfbirgingsleg, lireyk- in, heimtufrek og ánægð með sig. En það vorum við líka um tvítugsárin, við sem nú ermn farin að grána í vöngum og þyngjast í sporum. En hitt er annað mál, viðhorf og umhverfi hafa breytzt. Og því þarf önnur tök, önnur ráð til að beina sporum hinna ungu inn í hið fyrirheitna land lífsgæfunnar, sem allir leita að og þrá innst inni. Lúther afgreiddi vandamálin og sjúkdómsfyrirbrigði sinn- ar tíðar æsku með einföldum lyfseðli. A honum stóðu aðeins tvö orð: „Hlýðni, virðing“. Þessi hlýðni átti að vera skilyrðis- laus af hendi æskulýðsins gagnvart hinum eldri og reyndari. Og þessi hlýðni æskunnar átti að þjálfa og æfa lilýðni nndir- manna gagnvart yfirboðurum sínum á öllum sviðum þjóðfé- lagsins. Og þannig yrði lífsliamingja, friður og eining byggt upp á traustum grunni, samkvæmt fyrirlieiti 4. boðorðsins, „svo að þér vegni vel og þú verðir langlífur í landinu“. Auk yfirboðara átti einnig að virða forna siðu, arfsagnir og helgi- venjur og yfirvöld sem af Guði setl og stofnað. Þessi virðing átti svo að vera trygging fyrir heilhrigðu sam- félagi og farsælli framtíð. En getum við viðurkennt þessa liugsjón Lútliers um skil- yrðislausa lilýðni nú á því herrans ári 1961 ? Það er því mið- ur, vildu sumir bæta inn í — torveldað eða útilokað af félags- legri þróun síðari tíma. Og satt að segja yrðum við eldra fólk- ið að hafa enn meira sjálfsálit en okkur er þó léð, til þess að telja okkur þess umkomin, að krefjast svo hlindrar lilýðni og trausts okkur til lianda. Og þótt ekki væri annað en liinar tvær heimsstyrjaldir þessarar aldar, og það er nú nokkuð, þa sést vel, að slík lilýðniskrafa getur leitt blint út í böl og glöt- un. Einveldi og valdbeiting liinna eldri er síður en svo ein- hlítt ráð til að vísa veg til félagslegrar og einstaklingslegrar farsældar. Þar eru öfgastefnur nútímans líkt og nazisrm,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.