Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.06.1962, Blaðsíða 7
KIRKJURITIÐ 245 Og svo ervim við fúsari til að viðurkenna frelsi og umráða- rétt okkur sjálfum til lianda en börnunum. Okkur finnst ein- hvern vegiun, að þau eigi alltaf að vera auðmjúk, hvítklædd fermingarbörn. Síðar ölum við á þekkingarbroka þeirra og tæknimenningu, en undrumst svo, þegar eggið þykist vera fært um að kenna bænunni. Eiginlega verðum við eldri kynslóðin óttaslegin yfir þess- um myndugleika og sjálfsáliti, þegar það kemur fram bjá unga fólkinu. Við gleymum, að þetta er okkar eigin sök, að svo miklu leyti, sem bægt er að tala.um sök. Við böfum alið upp þetta frjálsa og heimtufreka fólk og sé það stundum hjartalaust í hegðun og kunni lítt að þakka, þá má spyrja, hvernig er búið að uppeldi tilfinningalífsins í okkar mörgu skólum? Okkur sárnar stundum frekjan, gagnrýnin og tillitsleysið gagnvart eldri kynslóðinni og hennar helgu verðmætum og virðingarleysið gagnvart öllu og öllum. I okkar augum verð- ur frelsi æskunnar taumleysi, sem við verðum samt að viður- kenna að vissu marki og sjálfsögð lífsgleði verkar sem ærsl og œðibunugangur. Með nokkurri útstrikun binnar kirkjulegu hlýðnisskyldu eða hugsjónar hefur því skapazt firrð og spenna milli kyn- slóðanna, svo mikil að tæpast munu tvær ólíkari kynslóðir bafa lifað í landinu samtímis fyrri. Þær líta hvor á aðra með gugnkvæmri tortryggni og misskilningi, án þess þó að gjöra ser þess fulla grein. Það er sem hin yngri gæti spurt: Hvert ætlið þið að leiða okkur í þessari veröld ykkar? Heimi styrj- alda og böls, sem þið hljótið sem eldra fólk að eiga nokkra suk á. Hvort munuð þið neyða okkur til að taka þátt í uæstu atökum, sem kannske verða fjörbrot mannkyns? Og eldri kyn- sloðin bugsar: Þetta unga fólk er kröftugt en flasfengið og skammsýnt, það er ekki þorandi að láta því í hendur stjórn á íandi né heimi. Það mundi stefna öllu í voða á skammri stundu. íngri kynslóðin telur þá eldri íbyggna sjálfsblekkjendur, sú e'uri bina yngri virðingarlausar ótemjur, sem ekkert er heilagt. Hlutskipti þessara kynslóða, er að lifa lífi sínu saman, en samt í gjörólíkum hugmyndaheimi, þær eru líkt og fyrirvaf og uPlJistaða í hinum undarlega vef mannkynssögunnar árið 1961, °g þann vef er erfitt að kljá.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.