Kirkjuritið - 01.06.1962, Side 29

Kirkjuritið - 01.06.1962, Side 29
KiRKJURITID 267 um sr. Lárus, af því að líf hans var í raun og veru sífelld sóku á brattann. Aukaþjónustu gegndi sr. Lárus í Glaumbæjarsókn á árun- um 1938—’39 og 1941—’43. Ripursókn þjónaði liann frá 1935 —’40, Goðdalasókn frá 1938—’40 og Ábæjarsókn 1938—’40. Af opinberum störfum, sem liann gegndi, má nefna for- mennsku í skólanefnd um árabil, einnig hafði hann á liendi deildarstjórn fyrir Kaupfélag Skagfirðinga um alllangt skeið, svo að eitthvað sé nefnt. Sr. Lárus bar gæfu til þess að staðna aldrei í þekkingarleit sinni. Fram á síðustu stund var hann að nema ný lönd á þeim vettvangi. Hann var ,,eilífðarstúdent“ í liinni beztu og sönnustu merk- ingu þess orðs. Það var alveg ótrúlegt, hve víða liann var heima. Aldrei veit ég til, að komið liafi verið að tómum kofunum hjá honum, þó að um liin ólíkustu málefni væri að ræða. Alltaf hafði liann eittlivað til málanna að leggja. Ekki vanliugsað eða út í liött, lieldur af fullri yfirsýn og innsæi í það málefni, sem efst var á baugi liverju sinni. Bókasafn átti liann mikið og vandað. En fjölskrúðugasti flokkurinn þar mun þó vera á vettvangi móðurmálsins. Og það er afar eðlilegt, af því að „ástkæra, ylhýra málið“ stóð hjarta hans flestu nær. Einn þáttur í starfi sr. Lárusar er mér liugstæðari en flest annað frá mínum æskudögum þar nyrðra. En það er kristin- dómsfræðslan og fermingarundirbúningurinn. Margt og mikið gott á ég honum að þakka fyrr og síðar, en sú þakkarskuld, sem ég stend í við liann vegna þess veganestis, er ég lilaut hjá lionum sem fermingardrengur, er meiri en svo, að hægt sé að meta liana, livað þá gjalda, sem vert væri. Það yrði of langt mál að lýsa því, hvernig liann leiddi okkur, liina 11 fermingardrengi, inn í innstu helgidóma trúarinnar og vakti hjá okkur einlæga löngun til þess að ganga með Guði. Aðeins vil ég fullvrða, að þeir munu færri, prestarnir liér á okkar landi, sem komast með tærnar þangað 6em hann hafði hælana a vettvangi barnafræðslunnar. ■Síðastliðið ár bjó Halldór sonur sr. Lárusar á Miklabæ ásamt í jölskyldu sinni. Litlu sonarbörnin 4 urðu brátt björtustu sól- argeislarnir í lífi sr. Lárusar. Návist þeirra veitti lionum ólýs-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.