Kirkjuritið - 01.10.1965, Side 6

Kirkjuritið - 01.10.1965, Side 6
388 KIRKJUItlTin svipað og skáld, sem skapar verk sitt. Námið er ekki fólgið í yfirheyrslu einni, heldur engu síður í því að vekja áliuga nemandans fyrir því liáleita í tilverunni og glæða löngun lians til þess að verða að nýtum manni. 1 kennslustofunni fer meðal annars fram kristindómsfræðsl- an. Hún er erfið fyrir aðra en þá, sem unna fræðigreininni. Mjög margir kennarar telja þær stundir sínar mikilsverðustu. En vafalaust eru innan jafn fjölmennrar stéttar einnig ýmsir, er ekki liafa áhuga. En kirkjan má ekki vanmeta starf þessara manna í því að flytja viðkvæmum, lítt mótuðum barnssálum hoðskap kristindómsins. Vökumannsstarf góðs kennara er sannarlega ómetanlegt hverju þjóðfélagi. Hlutverk presta á þessu sviði er auðvitað ekki síður geysi- þýðingarmikið. Á þá er sannarlega liorft, til þeirra gerðar miklar kröfur, meðal annars um að svefn og mók gerist ekki áberandi þáttur í lífi Jieirra. Hér eru óvenju margir prestar samankomnir í dag og liyggj' ast sitja prestastefnu. Slíkir fundir knýja til mats á því, sein unnizt liefur og til umhugsunar, livert stefna beri. Ég liygg að fáir geti hrósað sér af miklum afrekum í starfi sínu. Enda er það þannig vaxið, að erfitt er að leggja fram skýrslur um árangur, liversu sem viðleitni er góð til Jjjónustu. Byltingar undanfarandi tíma liafa reynt á innviði kirkjunn- ar, engu síður en annara stofnana. Vandi hennar er mikilk nauðsyn brýn að þjónar liennar fylgist vel með Jiví sem er að gerast innan lands og utan, livaða straumar eru frjóastir og líklegastir til hollra áhrifa. Allt til Jiessa tíma liafa lielgidómar kristinnar kirkju hér á landi verið að mestu ilreifðir víðsvegar út um byggðir landsins. Yfirleitt voru Jieir tilkomumestu liús liverrar sóknar og furðu stíllireinir í fáhreytni sinni og einfaldleika. Hlutverk sitt reyndu þeir að rækja engu síður en stórkirkjur veraldar, kvöddu menn saman til guðsjijónustu á lielgum dög- um fluttu mönnum liuggunarríkan hoðskap kristinnar trúar. Til sveitakirknanna átti sú kristni, sem liér þróaðist, fyrst og fremst rætur að rekja. Söfnuðir voru ekki stórir, en meðlimir gjörkunnugir hver öðrum. Hverju barni var innilega fagnað,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.