Kirkjuritið - 01.10.1965, Page 37

Kirkjuritið - 01.10.1965, Page 37
KIItKJUIUTIÐ 419 töldum aðilum kveðju fundarins: Biskupi Islands, Sigurbirni Einarssyni; Ásmundi Cuðmundssyni, biskupi; Sigurði Stefánssyni, vígslubiskupi; sr. Olafi Skúlasyni; sr. Hjalta Guðmundssyni, æskulýðsfulltrúa og Sig. P. Björnssyni, bankastjóra. Sr. Jún Bjarman gaf þá skýrslu um fenningarmót Þingeyinga, sem lialdið var í Skúlagarði og Garði í Keldubverfi. Var inótið mjög vel sótt úr flestum sóknum. Sr. Pétur Ingjaldsson sagði frá æskulýðsstarfi í sínu prestakalli,, Hös- skuldsstaðaprestakalli.. Hefur kirkjan ekki liaft neitt starf sjálfstætt fyrir unglingana, en stutt, öflugt skátastarf, sem Jiar hefur verið undanfarin 6 ár. Sumiudagaskólastarf fyrir börnin hefur verið vaxandi og vel sótt af þeim. Með sr. Pétri voru mættir fulltrúar frá báðum þessum hreyfing- um og var þeim vel fagnað. Þá var kosið í allsherjarnefnd. Skv. uppástungu form. voru þessir kosnir: Sr. Jón Bjarman, Gunnbildur Ásgeirsdóttir, Árni Sigurðsson, Aniia Sjöfn Stefánsdóttir og sr. Pétur Ingjaldsson. Þá var tekið fyrir aðalmál fundarins: Þátttaka æskunnar í safnaðarstarf- inu. Gaf form. fyrra framsöguinanni, sr. Þóri Stephensen, orðið. Ræðumaður niinnti á ummæli gamals fólks: það væri gaman að vera ungur í dag. Hann taldi þetta mjög réttmætt, því mörg tækifæri biðu þeirra, sein ungir væru í dag. Þá rakti liann þær breytingar, sem orðið liafa í þjóð- lífinu og taldi að ný þjóðfélagsbylting liefði orsakað fráhvarf frá kirkjulegu lífi. Nú væri mönnum liins vegar að verða ljóst, að' mikils væri misst og komið væri tóm i stað þeirrar lífsfyllingar, sem trúin var fyrri kynslóðum. Fólk, sem gerir sér þessar staðreyndir ljósar, liorfir með von og beiðni til kirkjunnar. Kirkjan þarf að gera sér köllunarverk sitt ljóst og þarf að taka upp ýmsa nýja starfshætti. Ef kirkjan er ekki vel á verði, lilaupa ein- hverjir í skarðið, sem ekkert vinna á vegum Krists. Verkefnin eru mörg og ekki má einskorða starfið við æskuna. Æskan þarf að finna sér fjöl- breyttari verkefni og nauðsynlegt er að unga fólkið leggi ölluití máliiin lið, er ti! blessunar liorfa og finni gleði í að fórna þeim tíma og kröftum. Síðan sagði ræðumaður frá því, hvernig þessum niáluni er háttað í Sambaudslýð- veldinu Þýzkalandi, en þar dvaldi íiami um skeið við nám. Sagði sr. Þórir frá spurningabarnamótuin, sem enda með altarisgöngu. Þjóðverjar ain- ast eigi við dansi í félagslífinu, en lcggja áherzlu á að útilokaðir séu ýmsir þeir fylgifiskar, sem spilla dansinum. Þá sagði hann frá niennlun þeirra, sem taka að sér forystu í félögunum. Þeim eru vc.itt ýmis fríðindi af bálfu liins opinbera. Ræðumaður taldi sjálfsagt, að leita eftir bug- uiyndum erlendis frá og aðbæfa þær íslenzkum staðbáttum. Eins þyrftum við að koma fram með nýjar hugmyndir og framkvæma þær. Lagði lianii áherzlu á það að lokum, að hver krislinn maður yrði í lífi og starfi alltaf að vera lærisveinn — vera að læra. Sigurður Sigurðsson l’orm. Æskulýðsfélags Akureyrarkirkju tók næstur til ináls. Ræddi hann fyrst, hvernig hið trúarlega uppeldi mótar barnið. Það vex upp til unglingsára og þá að fermingu lokinni vaknar spurningin um, hvað liægt sé að gera fyrir kirkjuna sina. Lýsti Sigurður síðan starfi

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.