Kirkjuritið - 01.02.1967, Page 26

Kirkjuritið - 01.02.1967, Page 26
72 KIRKJURITIÐ Hví metur enginn þeirra rök og ráð? Skal rykiS gleypt, en hreina loftiS smá& og hjómiS gera heiminn gœfusnauSan? Ef kjarninn hœttir stofnsins afl aS erfa, þá eySist jörS og skógar hennar hverfa. En hin jákvæða afstaða skáldsins til þessara mála finnur sér einnig framrás í þessum kvæðum lians. Hann bar alltaf í brjósti víðfeðma trú á mennina og lífið, var fasttrúaður á sigur Iiins sanna og góða að lokum. Því farast honum þannig orð í seinasta kafla fyrrnefnds kvæðis: Sjá blóSsins rósir bera þroskuS frœ, en bleiku hjómi varpa menn á glœ. Sú bylting ein, sem bœtir allra hag, er betri vilji, fegra hjartalag. í trúnaði þeirra, sem aldrei bregðast hinuin göfuga málstað, býr sigurvissa hans. Þetta vissi og skildi liið djúpskyggna og mannúðarríka skáld frá Fagraskógi flestum betur, eins og þessi áminningarorð úr öðru merkiskvæði lians bera kröflug- lega vitni: Þegar allir, meiri og minni, mega treysta elsku þinni, þá er samin sáttagjörS, frelsiS tryggt í fyrsta sinni, friSur guSs á jörS. Öll vitum vér, hins vegar, að því fer víðs fjarri, að orðin sé að veruleika sú háleita og fagra friðarhugsjón, sem spámenu og spekingar, og mörg hin fremstu skáld, erlend og íslenzk, liafa af andríki og mælsku haldið liátt á loft í ritum sínum- En það rýrir á engan hátt sannleiksgildi þeirrar hugsjónar, ne heldur þá eggjan til dáða, sem í henni felst. En því er nú einii sinni þannig farið í lífi okkar mannanna barna, livað þá lífJ þjóða og kynslóða, að djúp skihir drauma vora og framkvæmd- ir. „Sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir, segir dr. Sigurður Nordal í snjöllum Ijóðlínum. En þá skyld-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.